Skírnir - 01.01.1932, Síða 108
102 Keltnesk áhri! á islenzkar ýkjusögur. [Skírnir
Bretlandseyjum. Afstaða Kelta og Norðmanna snertir því
ætterni íslenzku þjóðarinnar, bæði líkamlegt og andlegt.
Um þetta mál er til eitt óvenjugott heimildarrit —
auk fornsagnanna — en það er Landnámabók. Þar eru
taldir upp allir landnámsmenn, sem kunnir voru á tólftu
og þrettándu öld, og oft er það tekið fram, hvort þeir
komu vestan um haf eða frá Noregi. Stundum er tilgreint
þjóðerni þeirra, ef þeir voru ekki norskir að ætt; oft segja
líka nöfnin til, ef þeir höfðu keltneskt blóð í æðum eða
höfðu haft mikil viðskipti við íra eða Skota. Nöfn eins og
Kalman, Kýlan, Bekan, Melpatrikur, Dufþakur, Dufan,
Konáll, Kjallakur, Njáll, Dufgus benda öll til írlands eða
Skotlands; sama virðist vera um viðurnefnin meldun, lun-
an, feilan, hnokan, bjólan. Telja má víst, að Landnáma
greini furðanlega rétt frá, þegar litið er til þess, hve langt
er liðið frá landnámstíð, þegar hún er rituð. En þótt gert
væri ráð fyrir, að allt, sem í henni stæði, væri rétt, þá er
það auðvitað mál, að hún getur aðeins um nokkurn hluta
innflytjandanna, höfðingja og fyrirliða. En var þjóðerni
fylgdarliðsins hið sama og þjóðerni drottnanna? Eða má
gera ráð fyrir því, að víða hafi staðið líkt á og hjá Hjör-
leifi, þar sem þrælarnir vestrænu voru jafnmargir hinum
norrænu mönnum? Þessar og aðrar spurningar geta vakn-
að, og geta svörin varla kallazt annað en líkindareikningur.
En þótt horfið sé nú að landnámsmönnunum sjálfum og
spurt, hve margir komu vestan um haf og hve margir
beint úr Noregi — en þetta má kalla meginatriði alls
þessa rannsóknarefnis — þá verða svör fræðimanna mjög
sundurleit. Sumir, eins og Guðbrandur Vigfússon, telja, að
nærri því helmingur hafi komið vestan um haf eða kynnzt
Vestmönnum eitthvað, en aðrir, svo sem Finnur Jónsson,
ætla, að það hafi ekki verið meira en áttundi hluti land-
námsmanna. Allir hafa verið á einu máli, að einungis
nokkur hluti þessa flokks hafi haft keltneskt blóð í æðum,
en um það, hve mikill sá hluti hafi verið, eru skoðanirnar
jafn-skiptar og hitt.
Þegar þetta er annað eins vefangsmál og raun er á