Skírnir - 01.01.1932, Síða 109
Skírnir] Keltnesk áhrii á íslenzkar ýkjusögur. 103
orðin eitir þeim gögnum, sem sagnfræðin hefir fram að
færa, þá er ekki vanþörf, að leitað sé til annara vísinda-
greina, ef þær gætu veitt eitthvert lið hér. Hefir málfræð-
in löngu verið fengin til vitnisburðar. Kemur í ljós, að úr
írsku muni hafa verið tekin nokkur orð, svo sem: pcipar,
bagall, gaflak, brekán, sofn, lurkur, slafak, skjaðak, parrak,
gjalt, kapall, tarfur, þúst(ur), lung (skip), bjanak, díar,
korki (korntegund), niinþak, kradak, drundur, grjúpán og
sjálfsagt eitthvað fleira. Sum þessara orða hafa ekki náð
útbreiðslu og horfið aftur úr málinu. Á einstöku fleiri orð
kunna örnefni að benda, og er merkast þeirra Dimon (tvífell).
Ekki verður mikið ráðið af þessum gögnum, nema auðséð
er, að norræn menning hefir verið hér drottnandi frá upp-
hafi, enda munu flestir eða allir sammála um það. Deilan
or einmitt um aðkomin áhrif á norræna menningu.
Hjá málfræðinni fáum vér þó nokkrar staðreyndir.
Miklu vafasamara er lið bókmenntasögunnar. Þar er hver
höndin á móti annari um þetta mál, enda eiga hér hlut að
máli a. n. 1. sömu ménn og dæmt höfðu um sagnfræðina.
Vísindamönnum utan Norðurlanda er hugstætt, að hetju-
sögur Germana hafa gengið í bundnu máli, í ljóðum, en
keltneskar hetjusögur aftur í óbundnu máli, sagnaformi,
stundum með vísum á dreif, — fornsögurnar íslenzku fara
þá að þessu leyti eftir keltneska siðnum. En þegar forn-
sögurnar íslenzku og írsku hetjusögurnar eru grannskoð-
aðar, er þó munurinn stórmikill, svo að mörgum fræði-
mönnum lízt ekki á, að um samband geti verið að ræða —
Þykir líklegra, að fornsögurnar íslenzku megi rekja til inn-
iendrar venju, að segja sögur af sönnum atburðum. Þó
hallast jafn-merkur fræðimaður og Andreas Heusler að því,
að varla fari hjá einhverjum skyldleika.
Þegar til ljóða kemur, einkum dróttkvæðanna, er jafn-
erfitt um úrlausnir. Þvi verður ekki neitað, að í dróttkvæð-
unum eru þverbrotin ýmis grundvallaratriði forngermanskr-
ar bragfræði, sem birtist oss í eddukvæðunum. Þetta hefir
Heusler sýnt í bragfræði sinni (Deutsche Versgeschichte I).