Skírnir - 01.01.1932, Side 110
104
Keltnesk áhrif á islenzkar ýkjusögur.
[Skírnir
En eftir er að sanna, að keltnesk áhrif valdi, og það verð-
ur ekki talið hafa verið gert enn.
Nýlega hafa verið gerðar tilraunir til að ákveða lik-
amlegt ætterni íslendinga, bæði með mælingum (Guðmund-
ur Hannesson') og erlendir fræðimenn, sem byggja á mæl-
ingum hans, svo sem H. Bryn) og blóðflokkarannsóknum
(Níels Dungal)1 2). Þótt þessar rannsóknir séu enn á byrjunar-
stigi, virðist Iíklegt, að þær muni verða að miklu liði. Og
þær sýnast bera með sér, að ástæða sé að ætla skyldleika
vorn við þjóðirnar fyrir vestan haf meiri en þeir hafa vilj-
að vera láta, sem hafa talið kynnin minnst. Einn kost hafa
þessar rannsókir: víst má telja, að hér geti fyrirframskoð-
anir og eftirlætiskenningar rannsakandans ekki haft mikií
áhrif á niðurstöðurnar, og er það vel farið.
En á meðan þessu fer fram, mætti ef til vill Ieita í
aðra átt. Það er nú meira en öld síðan vísindamenn fóru
að gefa auga þjóðsögum og ævintýrum og rannsaka þau.
Það kom brátt í ljós, að sama sagan var sögð í mörgum
löndum, með breytingum þeim, sem jafnan verða, þegar
sögur gangast í munni. Um þetta hefir verið mikið ritað
og rætt, og hefir þetta verið skýrt á marga vegu. Telja
má, að þær rannsóknir hafi leitt í ljós þá staðreynd, að
munnmælasögur flytjast oft landa á milli. Þessa staðreynd
mætti styðja með dæmum svo að mörgum hundruðum skipti
— og væri þó öllu sleppt, sem unnt væri að skýra öðru
vísi. Rannsóknaraðferðum þessarar fræðigreinar hefir farið
stórum fram á síðari árum, svo að vanalega má öðlast
furðanlega öruggar niðurstöður, ef nægileg gögn eru fyrir
hendi. Væri nú ekki hugsanlegt, að draga mætti ályktanir
af samanburði íslenzkra og keltneskra sagna? Ef vér fynd-
um ekkert líkt, yrði ályktun vor neikvæð, en ef hitt væri
heldur, að sögur væru svo líkar, að skyldleika mætti af
þeim ráða, þá benti það á kynni og viðskipti norrænna
1) Körpermasze und Körperproportionen der Islander (Árbók
Háskóla íslands 1925).
2) Vaka III, bls. 195 o. áfr.