Skírnir - 01.01.1932, Qupperneq 111
Skírnir] Keltnesk áhrif á íslenzkar ýkjusögur. 105
manna og keltneskra í fornöld, og hlutdeild íra og Skota
í andlegum arfi vorum. Mun ég gera tilraun í þessa átt í
því, sem hér fer á eftir. Sneitt verður hjá goðafræði og
fornsögunum sem bókmenntagrein, en áherzla lögð á ýkju-
sögur og ævintýri — en þá reyndar ekki síður þær ýkju-
sögur, sem snemma eru skráðar. Ætti það að vera kostur
þessa efnis, að óliklegt er, að það yrði fræðimönnum mikið
tilfinningamál, af hvaða uppruna ýkjusaga er talin vera.
Þar ætti ekkert að þurfa að komast að nema hlutlaus leit
að sannleikanum.
II.
Áður en lengra er farið, þykir rétt að gera nokkrar
athugasemdir um verkefnið. í fyrsta Iagi að slá varnagla.
Rannsóknum á skyldleika keltneskra og íslenzkra frásagna
er enn þá skammt á veg þokað og varla nema byrjunin
tóm, þar er ekki að ræða um annað en drög og brot, sem
finna má á ýmsum stöðum í ritum fræðimanna, sem ein-
hverra hluta vegna hafa komizt inn á þetta efni. Eina eða
tvær ritgerðir um þetta frá síðustu 1—2 árum hefi ég enn
þá ekki komizt yfir. Þá eru hinar keltnesku sögur eins og
•nyrkviður, sem erfitt er yfir að sjá og villugjarnt um að
fara, og langan tíma þarf til að rata þar. Heimildir eru
dreifðar og óaðgengilegar, á ókunnum tungum, svo að
styðjast verður við þýðingar — þar sem þær eru þá til.
Ekki eru til yfirlitsrit líkt og þegar eru til um íslenzk og
norsk ævintýri, og allmikið af efninu liggur, að sögn, ó-
Prentað. Hér við bætist svo, að fljóttalin eru þau heimild-
nrrit um keltneskar sögur og sagnir, sem til séu hér á landi.
Allt þetta veldur þvi, að þessi tilraun er vandkvæðum bund-
in. En sú er bót í máli, að þótt fáfræði vor hljóti að hafa í
för með sér, að fjölmargt verði vantalið, sem hér á heima, og
yfirlit vort yfir feril og útbreiðslu einstakra sagna verði af
skornum skammti, þá er von til þess, að ekki sé mjög mikil
hætta á, að nokkuð verði hér oftalið. Hér er þvi ekki að
ræða um annað en fyrstu tilraun, frumsmíði, sem auðvitað
stendur til bóta.