Skírnir - 01.01.1932, Side 112
106 Keltnesk áhrif á íslenzkar ýkjusögur. [Skírnir
Um rannsóknaraðferðina þykir rétt að taka fátt eitt
fram. Æskilegast væri að geta bent á almenn einkenni,
hugsunarhátt og anda, og sagt: þetta er keltneskt og ekki
germanskt að uppruna. Og vera má, að vísindamönnum
verði þess einhverntima auðið, en í bili er það ekki unnt.
Vér verðum að fara að mestu leyti eftir öðrum sérstakari
skilmerkjum, aðferð vor verður töluvert vélrænni, en líka
furðanlega örugg. Vér verðum að leggja aðaláherzlu á ein-
stök söguefni eða efnisatriði. Ef eitt slíkt söguefni, sér-
kennitegt og sæmilega fast mótað, kemur fram með kelt-
neskum þjóðum og íslendingum, en ekki öðrum germönsk-
um þjóðum, þá erd líkur til að um skyldleika, áhrif, sé að
ræða. En hér fer auðvitað sem ella, að vandi er að ákveða,
hvenær gera má ráð fyrir söguflutningi landa á milli, og
hvenær sennilegra er, að sagnirnar séu óháðar. Um þetta
verða varla reglur gefnar. En reynsla flestra þeirra, sem
rannsaka þjóðsögur, mun þó vera sú, að sagnaflutningur
sé miklu algengari en ætla mætti, og frumleikurinn minni.
Verður niðurstaðan þá ekki mjög ólík og í listarsögunni:
þar er ekki heldur hikað við að gera ráð fyrir áhrifum. —
Annars skiptir nokkru máli, hvort söguefninu er markaður
bás innan virkileikans eða það er yfirnáttúrlegt; sé um
hið fyrra að ræða, getur mannlífið sjálft verið fyrirmynd
óháðra sagna, sem þó eru gersamlega eins; sé efnið yfir-
yfirnáttúrlegt, er á að líta, hvort það geti verið sprottið af
sömu þjóðtrúnni í báðum löndum, en sé slík þjóðtrú ekki
nema í öðru landinu, eru líkur til flutnings. Þessar athuga-
semdir eru ekki út í bláinn: efni flestra þeirra íslenzku
sagna, sem taldar verða hér á eftir keltneskar að uppruna,
er yfirnáttúrlegt, sérkennilegt og auðveldara að skýra með
keltneskum trúarhugmyndum en íslenzkum.
Auk sameiginlegra efnisatriða er stundum, og þó sjald-
an, að ræða um samsvörun í stíl, einkum svipuð orða-
tiltæki og tilsvör. Þegar þessi stíllíking er sameiginleg
Keltum og íslendingum, en óþekkt meðal annara ger-
manskra þjóða, þá er vandalaust að túlka þá staðreynd.
Loks er mjög algengt, að keltneskar sögur vorar séu