Skírnir - 01.01.1932, Page 113
Skirnir] Keltnesk áhrif á islenzkar ýkjusögur. 107
með nokkuð einkennilegum blæ, sem sver þær í ættina.
Eg nefni eitt dæmi, sem menn munu auðveldlega geta
orðið sammála um. Frásögn Njálu um Brján konung og
Brjánsbardaga er vafalaust runnin frá sögnum, sem litaðar
hafa verið af vestrænum hugsunarhætti. Blær frásagnarinn-
ar er alveg ólíkur Njálu annars, hér birtist miklu ramm-
ara og grimmdarlegra ímyndunarafl en vér eigum að venj-
ast í íslendingasögum, undur og kynjafyrirburðir miklu
magnaðri og ferlegri, og allt er þetta svdpað, að mér virð-
ist, dimmri móðu, ekki ólíkt og er um nornirnar á heið-
inni í Macbeth.
Ég býst við, að allir geti verið nokkurn veginn sam-
mála um blæinn á þættinum um Brján, en varla er von
til, að það sé um allar sögur, sem af keltneskum rótum eru
runnar. Blær — hvernig á að festa hendur á honum? Vér
erum þar komnir inn á svið tilfinninganna og höfum að
litlu leyti leiðarljós skynseminnar. Við því er að búast, að
mönnum geti borið á milli um slík efni. Það er því ekki
unnt að nota þetta atriði eitt sér, heldur aðeins til frekari
styrktar, þegar efnisrannsóknin bendir á skyldleika. En ég
skal játa, að margoft finnst mér blærinn segja mér til
ætternisins, áður en nokkur rök eru fyrir hendi.
Þessu næst er rétt að minnast svolítið á keltneskar
sagnir. Þær keltneskar þjóðir, sem líkur eru til, að forfeð-
ur vorir hafi haft mest kynni af, eru írar og Skotar, en
þó ef til vill líka nokkuð Bretar eða Walesbúar. Af þeim
voru írar og Bretar snemma bókmenntaþjóðir og áttu sér
merkilegar sögur. Á írlandi gengu sagnir af hetjunum í
Ulster, Conchobar, Cúchúllín og öðrum, fornum innflutnings-
þjóðum eins og Danönum, sem sjálfsagt eiga að nokkru
rætur sínar að rekja til heiðinna guða.1) Þessar sagnir eru
taldar ævagamlar, þótt þær væru ekki ritaðar í heild fyr
en eftir víkingaöld. Þá eru miklar sögur af Finn og köpp-
1) Ágæt heimild um þetta er rit R. Thurneysens: Sagen aus
dem alten Irland; skemmtileg, en ekki örugg heimild, er bók V.
Rördams: Erin.