Skírnir - 01.01.1932, Blaðsíða 114
108
Keltnesk áhrif á íslenzkar ýkjusögur.
[Skirnir
um hans og skáldinu Ossían, sem frægastur er á síðari
tímum af kvæðum Macphersons. Þessar sögur eru, marg-
ar hverjar, taldar vera frá víkingaöld, og beri þær ærin merki
þess.x) Um þessa fornkappa og marga aðra héldu írar
áfram að rita og segja sögur fram á vora daga, en auk
þess gengu með þeim ævintýri og kvæði. Bretar áttu sér
og miklar sögur, sem safnað var á miðöldunum í bók,
sem nefnd er Mabinogion.1 2) Þessar sögur eru taldar ritað-
ar um 1100 og þar eftir. Líklegt þykir, að kjarninn í sög-
unum um Artúr konung og kappa hans sé brezkur að
uppruna, en fyrst komu þær fram, svo teljandi sé, í Breta-
sögum Goðfreðs frá Monmouth á 12. öld, og bárust síðan
með frönskum riddarasögum víða um Evrópu, þar á meðal
til íslands.
Einkenni hinna keltnesku sagna er fyrst og fremst
geysiauðugt ímyndunarafl, sem gerir þær oft flóknar. Vegna
margra einkennilegra smáatriða verður mörgum gesti erfitt
að muna þráðinn í þeim. Hetjusögurnar, bæði hinar írsku
og brezku, eru fullar af yfirnáttúrlegum efnum: hetjurnar
hafa geasa, einskonar álög, sem þeir verða að hlýða; þar
segir af galdrasæti, og gerast furður þegar í er sezt; þar
eru töframenn, sem heyra allt, sem sagt er, þótt þeir séu
fjarri, og nema vistir og önnur gæði brott úr höll kon-
ungs, nema meira að segja brott hirðina líka; þar eru
fuglar, sem villa svo um fyrir gestum, að þeir gleyma
farmarki sínu og dveljast kyrrir að hlusta á sönginn svo
árum skiptir; þar segir af svönum, sem fljúga í lofti
bundnir saman með gullkeðjum og eru reyndar álfkonur í
svanaham. Úti í náttúrunni, í skógum og klettum, búa
yfnáttúrlegar verur, og þeim er það leikur einn að binda
mannfólkið með töfrum og álögum. Þótt í ýmsum þessara
sagna komi fram hugsjónir hetjualdarinnar, þá ér hér þó of-
1) Gott yfirlit er i riti R. Th. Christiansens: The Vikings and
the Viking Wars in Irish and Gaeiic Tradition (Skrifter utg. av
Det no. vidensk. — akademi i Oslo 1930).
2) Af þessu riti er til frönsk þýðing (Les Mabinogion) eftir
J. Loth, með ágætum athugasemdum og skýringum.