Skírnir - 01.01.1932, Page 115
Skírnir] Keltnesk áhrif á íslenzkar ýkjusögur. 109
mikið af yfirnáttúrlegu efni til að þar geti birzt mann-
dómur og dramatiskur máttur germanskra hetjukvæða, en.
kinar keltnesku hetjusögur eru aftur á móti næsta skáld-
legar, magnaðar lýriskri glóð og litauðgi. Töfratrú Kelt-
anna og mætur á kynjum veldur því, að margar sögur
þeirra skortir rökvísi á við germanskar sögur, jafnvel ævin-
týri, og orsakasambandið í keltnesku sögunum er miklu
draumkenndara og óbundnara.
Þessar stuttu athugasemdir verða að nægja til lýs-
ingar keltnesku sögunum, en vonandi skýrist efnið af dæm-
uni þeim, sem nefnd verða síðar.
En hvenær eru nú líkur til að íslendingar hafi helzt
átt kost á að kynnast þeim sögum, sem gengu með kelt-
neskum þjóðum? Því er auðsvarað, það er einmitt á land-
námsöld. Nógu margir landnámsmenn komu frá Bretlands-
eyjum eða höfðu farið þangað einhverntíma á ævinni.
Sumir áttu sér vestrænar konur, skozkar eða írskar. Ein-
stöku landnámsmenn kunna að hafa haft keltneskt móður-
mál, eins og Ávangúr, Kalman, Kýlan, Erpur Meldunsson,
Hundi, Dufþakur og ef til vill fleiri. Þá hefir sjálfsagt ekki
verið svo fátt af þrælum og þjónustufólki keltneskt að
uppruna. Voru því meiri en nógir möguleikar til að
uienn væru hér á landnámsöld, sem kynnu keltneskar sög-
ur og segðu þær, og lifðu þær síðan í munnmælum hér
á landi.
Þessi fólksflutningur veitti ágætt tækifæri til að sagnir
bærust frá keltneskum þjóðum til íslendinga, enda er h'k-
legast, að það hafi einmitt verið þá, að sögur bárust hing-
að úr þeirri átt. En ekki er þó alveg loku skotið fyrir að sagnir
gætu flutzt hingað með þeim mönnum, sem fóru síðar á tím-
um milli íslands og eyjanna fyrir vestan haf, en viðskipti hafa
verið töluverð þar á milli nokkuð fram eftir, einkum með
Orkneyingum og íslendingum. Á tólftu öld yrkja þeir sam-
an Háttalykil íslendingurinn Hallur Þórarinsson og Rögn-
valdur Orkneyjajarl, og eitthvað í kringum 1200 verður ís-
lenzkur maður til að rita sögu Orkneyjajarla.
Loks er að gjalda varhuga við, að keltnesk efnisatriði