Skírnir - 01.01.1932, Side 116
110
Keltnesk áhrif á islenzkar ýkjusögur.
[Skírnir
geta hafa borizt hingað með fornfrönskum riddarasögum,
og er stöku sinnum ekki alveg vandalaust að greiða úr
því. En hér er tilætlunin að grafast fyrir um milliliðalaus
kynni norrænna manna og Kelta, að því leyti, sem þau
birtast í sögnum íslendinga, og verður því að greina ridd-
arasöguáhrifin frá eftir mætti.
III.
Hvað hér á landi var sagt af sögum fyrstu aldirnar eftir
landnámstíð, getum vér helzt séð af kvæðum þeim, sem þá
voru ort — og af fornsögunum, sem eru að vísu ekki rit-
aðar fyrr en siðar. En reyndar er æði-takmarkað efni það,
sem birtist oss í kvæðunum; í þau hefir aðeins komizt lítið
af því, sem í munnmælum gekk af söguefnum. Elztu heim-
ildirnar virðast yfirleitt bera þess merki, að þar drottni
norrænn andi.Höfðingjarnir og skáldin tilheyra, að því
er virðist, fullkomlega norrænni menningu. Ef ónorrænar
sagnir og hugsunarháttur hefir þá verið til á íslandi, hefir
hann verið undirokaður og ekki getað komið fram nema
óbeint.
f fyrstu sögunni, sem haldið hefir verið fram með
nokkuð sterkum líkum að væri af keltneskum rótum
runnin, frásögunni um ferð Þórs til Útgarða-Loka, er lík-
ingin með keltnesku sögunum svo ógreinileg, að annað-
hvort er sagan alls ekki írsk að uppruna, eða að hún hefir
orðið fyrir gagngerðri breytingu.1 2) Sagan hefir snemma
verið til á Norðurlöndum, líklega á síðara hluta níundu
aldar, og þótt ímyndunarafl það, sem fram kemur í henni,
sé ekki ókeltneskt á svipinn, þá kemur þó margt til greina,
sem gerir þessa kenningu vafasama. Einna mestar líkur
1) Þar með er auðvitað ekkert fullyrt, hvort leynast kunna þar
aðkomin áhrif: menningaráhrif geta verið með þúsund og einu móti.
2) Sbr. ritgerð v. Sydows: Tors fard till Utgárd í Danske stu-
dier 1910, og andmæli Finns Jónssonar í Norsk-isl. kultur- og sprog-
forhold, bls. 104 o. áfr., framhald deilunnar í Folkminnen och folk-
tankar VIII.