Skírnir - 01.01.1932, Page 117
Skirnir] Keltnesk áhrif á islenzkar ýkjusögur. 111
þættu mér vera um söguna af höfrunum Þórs (en hún
kemur ferðinni til Útgarðs ekki við í raun réttri), að hún
væri írsk að uppruna, enda eru til líkar helgisögur með
keltneskum þjóðum snemma (Bretasaga Nenniusar um 800
e. Kr.). En ég skal ekki tefja lengur við þetta, víkja heldur
að öðru, sem öruggara er.
Það, sem verður næst fyrir oss af þessu tæi, eru
kvæðin Grógaldur og Fjölsvinnsmál, sem eru vafalaust
miklu yngri, ef til vill frá 11. eða 12. öld. Það var lengi
^tlun manna, að þessi kvæði væru út af einhverri gam-
alli goðsögu, og á búningurinn sök á þessu. Efnið er þetta:
Ungur maður, Svipdagur að nafni, kemur til dysjar móður
sinnar og vekur hana dauða til að veita sér hjálp. Hann
hefir orðið fyrir álögum stjúpu sinnar; hefir hún lagt á hann,
að hann skyldi ekki kyrr þola fyr en hann hitti konu eina,
að nafni Menglöðu, en til hennar er óralangur vegur. Móð-
irin gelur honum galdraljóð, sem eiga að bjarga honum á
leiðinni. Segir nú ekki af Svipdag, fyrr en hann kemur til
korgar einnar, einhvérsstaðar í fjarska. Þessi borg er á
fjalli og »bifast á brodds oddi«; um hana er hættulegur
garður og grind, sem heldur vegfaranda föstum. Þar er og
tré, gætt lækningakrafti, með gullnum hana í liminu. Óvinn-
andi vegur reynist að komast inn í borgina. En fyrir henni
ræður enginn annar en Menglöð, og hjá varðmanninum
íréttir Svipdagur, að hún sé honum einum ákveðin frá upp-
kafi. Hann nefnir þá hið rétta nafn sitt, og opnast borgin
sjálfkrafa, en Menglöð tekur á móti honum með blíðu.
Það er engum blöðum að fletta um efnið, það er ævin-
týri. En þetta ævintýri er klætt í ákaflega einkennilegan
búning: hann er stældur eftir hinum fornu goðakvæðum.
Þessi grímubúningur er svo vel gerður, að menn efuðust
lengi vel ekki um, að þetta væru regluleg goðakvæði og
sagan hefði trúarlega þýðingu. Fram á hið sanna efni kvæð-
anna sýndu þeir fyrst Sophus Bugge og Svend Grundtvig,
en vandlega hefir þetta verið skýrt og rakið af Hjalmar