Skírnir - 01.01.1932, Side 118
112
Keltnesk áhrif á islenzkar ýkjusögur.
[Skírnir
Falk — þó er ekki unnt að fallast á allt, sem hann heldur
fram um þetta.
Enn þá er fjarri því, að allt sé ljóst, sem vér vildum
vita um ævintýri þetta, þar er enn rannsókna þörí. En á
því er enginn vafi, að það er keltneskt. Elzta og merkasta
uppskrift þess er brezk saga um Kulhwch og Olwen, rituð
eitthvað um 1100 og varðveitt í Mabinogion.1 2) Sjálfsagt
má telja, að sagan hafi borizt til íslands á landnámsöld.
Hún hefir ugglaust náð töluverðum vinsældum, því að aðal-
efni hennar kemur — ýmislega breytt — fram í ýmsum
íslenzkum sögum, sem síðar verður minnzt á.
Auðséð er í Grógaldri og Fjölsvinnsmálum, hve nor-
ræn menning er drottnandi. Til að sagan verði talin jafn-
gild öðrum — norrænum — sögum, verður að klæða hana
í búning goðasögunnar. Sama yfirdrottnun norræns anda
virðist ríkja í íslendingasögum. Þar verður ímyndunaraflið
að lúta lögum raunsæisins. Það eru varla nema tvö efnis-
atriði þar, sem virðast sverja sig í keltneska ætt. Annað
er frásögn Landnámu um Auðun stota, sem beitir nykrin-
um í Hjarðarvatni fyrir sleða og ekur saman heyi með
honum — en sú saga á sér þó svo líkar hliðstæður á
Norðurlöndum, að líklega er sagan germönsk.3)
Hin sagan er af því, hvernig Sighvatur Þórðarson fékk
skáldgáfuna. Sighvatur ólst upp á Apavatni i Grímsnesi og
þótti heldur seinlegur fyrst í æskunni. í Apavatni var fisk-
veiði á vetrum. Eitt sinn sáu menn einn fagran fisk, sem
auðkenndur var frá öðrum fiskum og gat enginn veitt. Þá
var þar á vist austmaður einn fróður. Hann bað Sighvat
freista að veiða fiskinn og tókst það. Þá var soðinn fisk-
urinn. Þá sagði austmaðurinn Sighvati »at hann skyldi fyrst
eta höfuðit af fiskinum; kvað þar vera vit hvers kvikendis
1) Ritgerð hans um þetta er í Arkiv IX—X (Om Svipdagsmál).
2) Þýðing Loth’s, bls. 243 o. áfr.
3) Finnur Jónsson: Norsk-isl. kultur- og sprogforhold, bls. 103,
v. Sydow í Folkminnen och folktankar VIII., bls. 114 o. áfr.