Skírnir - 01.01.1932, Page 119
Skírnir] Keltnesk áhrif á íslenzkar ýkjusögur. 113
í fólgit. Sighvatr át þá höfuðit ok síðan allan fiskinn, ok
þegar eptir kvað hann vísu þessa:
Fiskr gengr oss at óskum,
eitrs sem vér höfum leitat
lýsu vangs ór lyngvi
leygjar orm at teygja o. s. frv.
Sighvatr varð þaðan af skýrr maðr ok skáld gott.«')
Vísa sú, sem Sighvatur kveður, virðist alls ekki vera
um undrafisk, heldur um alveg hversdagslega veiði. Aftur
er augljóst, að kjarni sögunnar er sú hugmynd, að Sig-
hvatur hafi fengið skýrleikann og sérstaklega skáldgáfuna
af því að hann etur fiskinn. Slík hugmynd er mér annars
ekki kunnug héðan af landi og ekki heldur frá frændum
vorum á Norðurlöndum. En á írlandi er hún alþekkt. Sú
var trú, að við lind eina yxu níu heslitré. Þegar hneturn-
^r, sem voru rauðar eins og blóð, féllu í vatnið, kæmu upp
laxar, sem í lindinni væru, og gleyptu hneturnar. Af því
kæmu rauðir blettir á laxinn. Þeir, sem ætu slíka laxa, yrðu
fullir vizku og skáldskapar. — Af því er til saga, hvernig
írska hetjan Finn, sem er að steikja slíkan fisk fyrir skáld
eitt, brennir sig á fingrinum og bregður honum í munn sér
°g verður þá margs vitandi; síðan étur hann allan fisk-
inn og kveður þá vísu, líkt og Sighvatur.1 2)
Á 13. öldinni ofanverðri verður mikil breyting á bók-
menntum íslendinga. ímyndunaraflið og skemmtifýsnin verða
nú sterkari en raunsæið og sannindin; í stað íslendinga-
sagna og konungasagna koma nú ýkjusögur af ýmsu tæi,
fornaldarsögur, riddarasögur og lygisögur. Ýmis hreyfiöfl
þessarar smekkbreytingar eru nokkuð kunn. Vér sjáum
áhrif riddarasagnanna frönsku, sem flytja hingað riddara-
rómantíkina. Vér getum líka eygt, að í eldri sögunum
1) Flat. III., 243.
2) S. Bugge hefir í Arkiv XIII, 209 o. áfr., fyrst bent á þetta.
Sagan hjá Christiansen op. c. bls. 24, Rördam: Erin, bls. 228—9.
8