Skírnir - 01.01.1932, Side 120
114 Keltnesk áhrif á íslenzkar ýkjusögur. [Skímir
leyndust öfl, sem hlutu um siðir að færa sögurnar inn í
ýkjuheiminn og hnignunina. Auk þess má telja víst, að
breytingar í stjórnarfari og kirkjumálum hafi óbeinlínis
mikil áhrif, þótt ekki sé nú auðvelt að gera sér grein fyrir
því í einstökum atriðum. En er ekki eins og eitt hreyfiaflið
í þessari byltingu hafi verið keltneska blóðið, keltneska
skaplyndið, sem áður hafði verið undirokað af norrænum
anda? Birtist ekki í henni meðal annars keltneska imynd-
unaraflið, keltneska ýkjuhneigðin og undrahneigðin, sem
brýzt nú fram með margföldu afli, eftir að hafa verið svo
lengi fjötrað? Þetta eru spurningar, sem erfitt er að verj-
ast og jafn-erfitt er að svara. En hitt er víst, að það er
einmitt á þessum tíma að verulega fer að fjölga í bók-
menntunum söguefnum, sem ýmist eru sannanir eða sterk-
ar líkur fyrir, að séu keltnesk að uppruna. Og slík sögu-
efni gera við og við vart við sig alla hina löngu kvöld-
vöku, sem ýkjusögurnar ráða yfir — þangað til þær verða
að lúta nýjum smekk á 19. öldinni. Og það er eftirtektar-
vert, að keltnesku söguefnin eru með einna skáldlegustu
móti af söguefnum ýkjusagnanna. Þótt þau séu komin í
nýtt umhverfi, þá varðveita þau, mörg hver, eigi að síður
eitthvað af hinum sérkennilega keltneska blæ. Lítum nú
á nokkur þeirra.
Með keltneskum þjóðum ganga miklar sögur af undir-
heimaköppum tveimur, sem eiga í deilum eða baráttu, og
horfir til þess, að hinn betri þeirra muni biða lægra hlut,
eða þá, að hann verður að þola þungar búsifjar af hinum.
Heldur þessu nú áfram, þangað til mennskur maður kemur
til hjálpar, og gerir hann út af við hinn illa undirheima-
kappa. Þetta efni er mjög algengt í sögum keltneskra þjóða
og kemur fram í fjölmörgum myndum. En nærri því alltaf
hvílir einhver undarleg hula yfir þessum tveimur fjand-
mönnum, hvort sem þeir eru nú í undirheimum eða álf-
heimum. Oft er barátta þeirra einskonar Hjaðningavíg, sem
halda áfram dag eftir dag, ár eftir ár. — Líklegt má þykja,
að þessi sögn sé komin af einhverjum heiðnum trúarhug-