Skírnir - 01.01.1932, Síða 121
Skírnir] Keltnesk áhrif á islenzkar ýkjusögur. 115
myndum, og gömul er hún. Hún kemur fram í Mabino-
gion,!) þar sem er sagan um Pwyll konung, sem sldptir
litum við undirheimahöfðingjann Arawn, stjórnar ríki hans
í ár og sigrar óvin hans Hafgan; hún er og sögð um
Cúchúllin hinn írska,1 2) og miklu víðar kemur þetta efni
tyrir, bæði í fornum og nýjum sögum.
Það er ekki að efa, að þetta söguefni hafi verið al-
þekkt á íslandi áður fyrr, því að það kemur fram í ekki
íaerri en fimm fornritum, en að vísu í ólíkum myndum.
t*ví er fléttað inn í söguna um Hjaðningavíg í Sörla þætti,
Það kemur fram í Ketils sögu hængs, Þorsteins þætti bæj-
armagns og Orms þætti Stórólfssonar, sem hefir, að því er
virðist, enn fleira vestrænt (t. d. kettuna). Einna sérkenni-
legast er það í Þorsteins þætti uxafóts. Þar segir svo, að
þegar Þorsteinn var tíu vetra, fékk hann að ganga á fjall
með þræl, sem Freysteinn hét. Á heimleiðinni koma þeir
að kvöldi dags í einn djúpan dal; þar er haugur stór. Þor-
steinn lætur Freystein vaka. Nú sofnar Þorsteinn og dreymir,
að haugurinn opnast bg út kemur maður rauðklæddur, sem
nefnist Brynjar. Hann býður nú Þorsteini með sér inn í
hauginn; sér Þorsteinn þar ellefu rauðklædda menn, félaga
Biynjars, og hinumegin tólf menn bláklædda, og eru allir
illilegir. Fyrir þeim ræður Oddur, bróðir Brynjars, sem hefir
húgað hann til að gjalda sér mörk gulls á hverju kveldi.
Skilur Þorsteinn, að Brynjar er hjálpar þurfi. Nú gengur
Brynjar og félagar hans, og geldur hver þeirra Oddi nokk-
urn grip. Þorsteinn gengur líka til Odds, og læzt munu fá
honum öxi sína, en þegar Oddur réttir fram höndina, verð-
Ur þó annað upp á teningnum, því að Þorsteinn heggur
hana af. Nú slær í bardaga. Veita hinir rauðklæddu Þor-
steini. Það sér Þorsteinn, að þegar haugbúarnir særa hver
annan, grær það allt aftur, en þau sár, sem Þorsteinn veit-
'r. gróa ekki. Lýkur nú svo þessu, að Þorsteinn vinnur á
öllum hinum bláklæddu. í þakkar skyni fyrir að Þorsteinn
1) (Loth) bls. 81 o. áfr.
2) Sjá t. d. Rördam: Erin, bls. 124 o. áfr.
8*