Skírnir - 01.01.1932, Page 122
116
Keltnesk áhrif á íslenzkar ýkjusögur.
[Skírnir
hefir leyst Brynjar úr þessari ánauð, gefur hann honum fé
til að kaupa þrælnum frelsi og guli, sem veitir móður Þor-
steins málið, en hún hafði verið ómálga.
Þetta söguefni hefir varðveitzt fram á síðari tíma á ís-
landi, og sýnir það, hve alþekkt það hefir verið forðum.
Það kemur, nokkuð breytt, fram í sögu frá því um eða
eftir 1700 (sögu af Tryggva karlssyni).!) Það kemur fram
í ævintýrinu af ófælna drengnum1 2) og i æðimörgum úti-
legumannasögum, skráðum á 19. öld.
Áðan minntist ég á álögin í Grógaldri og Fjölsvinns-
málum. Álög og formælingar hafa verið alkunn í hjátrú
flestra þjóða. Rennur sú hugmynd af mörgum rótum: ein
er trúin á galdra og fjölkynngi, önnur er trúin á hæfileik-
ann að bregða sér í ýmis líki: hamremmi, loks kemur hér
stundum lika til greina trúin á sálnaflakkið. í ævintýrum
og öðrum ýkjusögum er vanalega talað um, að mönnum
sé breytt í dýr eða ófreskjur með álögum. En á íslandi
eru líka til annars konar álög. Skýrt eru þau orðuð í Hjálm-
þérs sögu; þar segir stjúpan: »Þat legg ek á þik, at þú
skalt hvergi kyrr þola, hvárki nótt né dag, fyrr en þú sér
Hervöru Hundingsdóttur ...« Samskonar álög eru ein uppi-
staðan í Grógaldri, Ála flekks sögu,3) Himinbjargar sögu
(ævintýri, sem skráð var á dögum Árna Magnússonar)4)
og í flokk ævintýra frá síðastliðinni öld.5) Hér er því óslit-
in varðveizla þessa söguefnis aftan úr fornöld og til vorra
daga. — Það er einkenni þessara álaga, að engin ham-
skipti eiga sér stað, heldur sefjun. Vilji mannsins er fjötr-
aður, eins og í dáleiðslu, svo að eigi er unnt annað en
hlýða skipuninni. Þessi álög eru óþekkt, að því er ég veit
bezt, í ævintýrum annara Norðurlandaþjóða. En með kelt-
1) Ny kgl. Sml. 1802, 4to; I. B. 138, 4to og víðar.
2) JÁ I. 270 og AM 969, 4to.
3) Lagerholm i Altnord. Saga-Bibl. 17, bls. LVIII o. áfr.
4) Prentað í Gráskinnu I.
5) Þau eru nefnd og til þeirra vísað í riti mínu Verzeichnis
isl. Marchenvarianten, bls. 70 o. áfr.