Skírnir - 01.01.1932, Síða 123
Skírnir] Keltnesk áhrif á islenzkar ýkjusögur. 117
neskum þjóðum eru til mjög skyldar hugmyndir, þar sem
er hið svonefnda geasa.') Reyndar virðist geasa vera fjöl-
breyttara og þjóðtrúarkenndara. Er þá sem þessi tegund
álaga sé sérstaklega mótuð gerð hugmyndarinnar geasa,
en slík mótun eða stílfesting á sér oft stað, þegar hjá-
trúarsaga flyzt í land, þar sem hún styðst ekki lengur við
þjóðtrú.
Að skilningur vor á þessu sé réttur, að þessi tegund
álaga sé úr keltneskum sögum, styðst líka við annað.
Sjálf áhrinsorðin eru bæði hér á íslandi og t. d. Skot-
landi formúlukennd, og mikil orðalíking á milli, og virðist
það taka af öll tvímæli, að skoðun vor sé rétt. Vér skul-
um nefna hér nokkuð hispurslaust dæmi, sem ber ágætt
vitni í þessu, en það eru áhrinsorðin áðurnefndu í Hjálm-
þérs sögu. Stjúpan: »Þat legg ek á þik, at þú skalt hvergi
kyrr þola, hvárki nótt né dag, fyrr en þú sér Hervöru
Hundingsdóttur, nema á skipum þínum ok í tjaldi«. Hjálm-
þér: »Ekki skaltu fleira á mik Ieggja, því at kjaptr þinn
skal opinn standa .... Hamrar háir standa niðr við
skipalægit; þar skaltu á stiga sínum fæti á hvárn hamarinn,
en fjórir þrælar föður míns skulu kynda eld undir þér, en
við ekkert skaltu lifa, nema þat sem hrafnar færa þér,
þar til ek kem aptr«.1 2) í rímunum3) er í stað hamranna
nefnt: stór skemma og konungshöllin, og þar stendur:
»Ofan skal flagðið frjósa svó
og fari þér engi að bjarga«.
í skozkri sögu koma fyrir þessi álög: Stjúpan: »1 am
setting it as crosses, and as spells, and as the decay of
the year on thee; that thou be not without a pool in thy
shoe, and that thou be wet, cold, and soiled, until thou
gettest for me the bird from which the feather came«.
1) Sbr. Lagerholm, op. cit. LXII—LXIII, þar sem vitnað er í
sögur og rit um þetta.
2) Fornaldars. Norðurl. III., 479.
3) Rímnasafn II., 18.