Skírnir - 01.01.1932, Page 126
120
Keltnesk áhrif á islenzkar ýkjusögur.
[Skírnir
augnverk, þá er margfalt líkari írsk saga um Cúchúllín,
sem er barinn í draumi af tveimur grænklæddum álfkon-
um, og það fylgir, að hann má enginn græða nema Fand
huldukona.1) Þetta styrkist enn við framhald frásögunnar
í Ála fl. og að i því riti eru fleiri keltnesk efnisatriði.
Ef vel væri leitað mætti enn finna nokkuð af efnivið
úr ýkjusögunum, sem með miklum líkum má rekja til Kelt-
anna. Skal nefnt fátt eitt til viðbótar. í sögu Hrólfs kraka
er sagt frá Helga konungi og álfkonu, og hefir fyrir löngu
verið sýnt, að sú saga muni keltnesk að uppruna.2) í sögu
Vilhjálms sjóðs segir frá því, að Vilhjálmur teflir þrisvar
við tröll og tapar í þriðja skipti, sendir það Vilhjálm þá
forsending, að hann hyggur, alveg eins og svo oft kemur
fyrir í skozkum ævintýrum.3)
Hér að framan hef ég nefnt nokkur ævintýri, sem
skráð hafa verið á síðari tímum og eru vafalaust keltnesk
að uppruna, a. m. k. að nokkru leyti. Minna hefir borið á
þeim í rannsókn þessari, en vert hefði verið, en of rúm-
frekt hefði það verið, að segja frá efni þeirra nokkuð að
ráði. En þau benda á, að vel megi búast við að rann-
sóknir framtíðarinnar sýni, að enn fleiri þjóðsögur muni
ættaðar úr sömu löndunum.4) Lítið er slíkt rannsakað enn,
enda fram úr hófi stautsamt, ekki sízt þar sem ævintýrin
eru. Þarf til þess samvinnu fræðimanna í ýmsum löndum.
Um leið og lokið er þessari upptalningu, má enn
nefna eina sögu íslenzka, sem vissulega er komin til vor
frá keltneskum þjóðum: sagan af Velvakanda og bræðrum
hans. Hún gengur víða um Iönd í margskonar myndum,
1) Lagerholm s. st. LXVI; sagan hjá Rördam: Erin 124.
2) A. Olrik: Damn. Heltedigtn. I„ 164 o. áfr.
3) Campbell: Popular Tales I., 1; II., 410. Líka í íslenzku ævin-
týri Lbs. 536, 4to. (Rittershaus bis. 162).
4) A, H. Krappe (Études de mythologie et folklore, bls. 128
o. áfr.) hefir reynt að sýna, að dalur útilegumannanna og annað I
þeim sögum væri úr keltneskum álfasögum. En önnur skýring er
eðlilegri á uppruna shkra sagna (sjá Nord. kultur IX., 195), en auð-
vitað geta atriði i söguefnunum verið úr ýmsum áttum (sbr. bls. 116
hér að framan).