Skírnir - 01.01.1932, Blaðsíða 127
Skírnir] Keltnesk áhrif á islenzkar ýkjusögur. 121
mjög sundurleitum, en það er vandalaust að sjá, að ís-
lenzku sögunni er ekki unnt að koma til hlítar heim við
nema eina erlenda gerð ævintýrisins: þá sem gengur í kelt-
neskum löndum. Þar höfum vér líka bræðurna eða félag-
ana, sem eiga að gæta konungsdætranna, galdrasvefn
kemur yfir þá, alla nema einn, inn um gluggann kemur
stór loðin loppa, sem grípur til konungsdótturinnar, en
Velhaldandi þrífur í loppuna, og rífa þeir eða höggva
hana af, en rekja síðan ferilinn til tröllsins, sem býr í turni
eða á fjalli. Þegar þangað kemur látast félagarnir vera
læknar og bjóðast til að græða risann, sem höndina missti,
en auðvitað kála þeir honum.1)
Upphaf sögunnar er býsna sérkennilegt í íslenzka ævin-
týrinu, og veit ég ekki til, að það sé í hinni hliðstæðu kelt-
nesku sögu. En í öðrum keltneskum sögum keinur svipað
fyrir; verður það efni sérstaklega greinilegt í miðaldarit-
um frönskum, sem ætla má að eigi rætur að rekja til kelt-
neskra þjóða, að nokkru leyti. Vér skulum líta á efnið,
eins og það kemur fram í óprentaðri íslenzkri uppskrift
sögunnar.2) Foreldrar þeirra karlssona hverfa burt úr
niannabygðum — faðir þeirra er bróðir konungs — og
setjast að í afdal, »þar voru skógar og grasauðugar hlíðar
og tjörn ein í miðjum dalnum«. Þar ólust nú karlssynir
upp, sáu aldrei aðra en foreldra sína, og þeim var ekki
sagt frá, að til væri annað fólk. Eitt sinn kom þeim þó í
hug, að ólíklegt væri að heimurinn væri ekki stærri en
afdalurinn, spyrja nú foreldra sína að, en fá sömu svörin
og áður: ekki væri til fleira fólk. Þeim tókst þó að njósna
um þetta, þegar karl og kerling töluðu saman einslega, og
heyrðu þau tala um kóngsgarð o. fl. Lögðu þeir þá af
stað heiman og gaf móðir þeirra þeim kostgripi með á
leiðina. Fara þeir nú, þangað til þeir koma í kóngsgarð:
þar var skíðgarður um. Þar stóð rauðklæddur maður og
1) Allmörg afbrigði sögunnar tilgreind í Germ.-Rom. Monatschr.
1928, bls. 208 o. áfr.
2) Lbs. 538, 4to.