Skírnir - 01.01.1932, Síða 128
122 Keltnesk áhrif á íslenzkar ýkjusögur. [Skírnir
spurði hann þá að nafni, en það vissu þeir eigi. Nefndu
þeir sig þá sjálfir þeim nöfnum, sem þeim líkaði. Nú báðu
þeir Rauð um inngöngu, en það fekkst ekki, drápu þeir
hann þá. Fóru þeir nú inn í höllina og létu heimsk-
lega, heilsuðu engum. Segir síðan af þeim líkt og i hinni
prentuðu sögu.
Þessi lýsing, sem ekki er alveg ómerkileg frá sálfræði-
legu sjónarmiði, er sérstök í ævintýrum vorum. Þeir bræð-
ur eru gjörsamlaga ólíkir kolbítnum, sem liggur í öskustó.
Kolbiturinn á þess nógan kost að kynnast mannfólkinu, en
hann hverfur frá því, inn á við, inn í heim ímyndunar-
aflsins. Veruleikinn er í hans augum of grár, hversdags-
legur, en draumaheimurinn dýrlegur, af því að draumarnir
lagast í öllu eftir óskum hans. Hann er því ekki í nokkrum
vafa um, hvort hann á að rækja meira: það er drauma-
heimurinn.
Kolbíturinn getur allstaðar birzt, en greinilegur verður
hann ekki nema þar, sem nokkuð er af fólki umhverfis
hann, og hann á þannig tækifæri til að reyna, að hann er
minna máttar. Öðru máli gegnir um Velvakanda og
bræður hans. Hjá þeim kemur fram æsku-einfeldnin, heim-
alningshátturinn. Og til þess að hreinrækta þetta verða
þeir bræður að alast upp í afdal, þar sem aldrei koma
ókunnugir. Hugur þeirra er opinn fyrir veruleikanum og
reynslunni, sem þeir kynnast allt of lítið; þeir eru eins og
jurtir, sem að vísu eru ekki lokaðar úti frá ljósi sólar, en
hafa það af skornum skammti, lauf sem er hvorki alveg
gult né dimmgrænt, heldur með ljósgrænum lit — eða
unglingskinn, sem er viðkvæm og ljósleit af inniverum og
einangrun og vantar skerpu útiloftsins og magn sólskins-
ins. Þegar þeir bræður koma skyndilega þangað, sem líf-
inu er lifað, kunna þeir á engu skil, fara heimskulega að,
drepa jafnvel af heimsku sinni hirðmann konungs, en smám
saman víkur einfeldnin fyrir reynslunni. — Lesendurnir
munu segja, að sagan hafi ekki þetta allt í sér fólgið. Jú,
það er þar í fræi. Og þetta fræ óx og varð stórt tré, alveg
eins og kolbítur ævintýiisins, hvorttveggja náði að breyta