Skírnir - 01.01.1932, Page 130
Kennslan í lærða skólanum.
Eftir Jón Þorláksson.
Finnur Jónsson prófessor hefir ritað í síðasta árgang
Skírnis um Latinuskólann 1872—78, þ. e. þau árin, sem
hann var í skólanum. Auðvitað get ég engan dóm lagt á
sögulegar frásagnir hans af þessu tímabili, en í ritgerðinni
fellir hann dóma um suma af kennurum skólans á þeim
árum, sem entist aldur til þess, að ég naut einnig kennslu
þeirra á skólaárum mínum, 1891—97. Reynsla mín af þess-
um kennurum er svo ólík því áliti, sem ókunnugir hljóta
að fá um þá af ritgerð prófessorsins, að ég vil ekki fyrir
mitt leyti una því, að dómur prófessorsins verði síðasta
orðið, sem elzta og merkasta tímarit vort flytur um þessa
menn. Á ég þar við þá dr. phil. Jón Þorkelsson rektor og
Halldór Kr. Friðriksson yfirkennara. Þeir fóru báðir frá
skólanum sumarið 1895. Kennslu dr. Jóns Þorkelssonar
naut ég aðeins síðasta veturinn, sem hann kenndi í skól-
anum, og var ég þá í 4. bekk, en H. Kr. Friðriksson kenndi
mér tvö síðustu ár sín við skólann, í 3. og 4. bekk.
Út af dómum Finns um þessa kennara vil ég fyrst
leiða athygli að því, að ávallt hafa nemendur nokkur áhrif
á kennara og framkomu hans. Naumast mun vera til svo full-
komin mannvél í kennaramynd, að hann geti látið sér standa
alveg á sama, hvort nemendur eru treggáfaðir og hirðu-
lausir um nám sitt eða greindir og ástundunarsamir, hvort
þeir eru uppburðarlausir og þurdrumbslegir eða glaðværir
og frjálsmannlegir á þann hátt, sem sæmir vel óspilltum
æskulýð. í þessum efnum getur vel verið nokkur munur