Skírnir - 01.01.1932, Page 132
126
Kennslan i Iærða skólanum.
[Skirnir
Nú var víst nokkur bekkjarmetnaður hjá okkur félög-
um, og við munum eitthvað hafa talað okkur saman um
haustið, er við settumst í 4. bekk, um það, að vita hvort
við gætum ekki það, sem öðrum þótti hafa mistekizt, að
fá skemmtilegar kennslustundir og góða vitnisburði hjá
gamla manninum. Svo mikið er víst, að við stunduðum
námið mjög vel hjá honum og okkur þótti kennsla hans
ágæt. Við fengum hærri vitnisburði hjá honum, en sagt
var að nemendur hans hefðu átt að venjast. Við lásum
Rómverjasögu Liviusar og nokkuð af ljóðum Hórazar og
svo nýlega útkomna og sjálfsagt mjög góða latneska mál-
myndalýsingu (á þýzku) eftir Harre.
í kennslustundum rektors var óvenjulega mikil glað-
værð hjá okkur. Undirstaðan var sú, að kennarinn var
ánægður með okkur, af því að við stunduðum námið vel,
og við vorum ánægðir með kennslu hans. Oft hrutu hon-
um spaugsyrði af munni og við gættum þess vandlega að
taka undir þau með hæfilegum hlátri. Einn af piltunum
hafði alveg sérstakan hæfileika til þess að hlæja óvenju-
lega hátt og dátt, og hann skellti ávallt upp úr, ef rektor
sagði eitthvað skemmtilegt. Hláturinn greip fljótt um sig,
rektor hló og við hlógum allir, þangað til hann fór að
reyna að sussa niður í okkur. Urðu þetta áreiðanlega mestu
hláturs-kennslustundir, sem við áttum í skólanum. Það örv-
aði okkur nokkuð til kátínunnar, að rektor fann enga lykt
og sá lítið nema gegnum gleraugu, treysti sjón sinni að
minnsta kosti lítt. Þetta gaf spilagosum bekkjarins ágætt
tækifæri til þess að reykja fyrir aftan gamla manninn, og
stundum var kennslustofan bókstaflega full af tóbaksreyk,
sem hann annaðhvort varð ekki var við eða lét sem hann
tæki ekki eftir. Ég er ekki alveg viss um hvort heldur var.
Þetta þótti okkur »spennandi« stundum og jók það heldur
á glaðværðina. Ýmislegt kom spaugilegt fyrir, sem gert
var að hlátursefni, og ávallt á þann hátt, að gamli maður-
inn tók fullan þátt í skemmtaninni, og mætti segja frá ýmsu,
en það hæfir máske tæplega þessu virðulega tímariti, — rit-