Skírnir - 01.01.1932, Side 133
Skirnir)
Kennslan í lærða skólanum.
127
stjórinn var raunar einn í hópnum og hann getur nú bætt
við, ef hann vill.
En hvernig var þá kennslan innan um alla glaðværð-
ina? Rektor var framúrskarandi skýrmæltur og talaði frem-
ur hægt, svo að allir gátu fylgzt vel með. Höfuðeinkenni
kennslunnar var hin framúrskarandi nákvæmni og skerpa
i hugsun og orðavali beggja þeirra tungumála, latínunnar
°g íslenzkunnar, sem mættust í þessum kennslustundum.
Avallt gerði rektor hinar ströngustu kröfur til sjálfs sín um
ýtrustu nákvæmni í framsetningu sérhvers atriðis, svo að
uemendurnir fengju alveg rétta mynd í huga sinn af því
málsatriði, sem fyrir lá. Þessa sömu nákvæmni reyndi hann
að temja nemendum sínum og venja þá á tilsvarandi skýra
°S skarpa framsetningu. Kennsla hans var alveg jöfnum
áöndum kennsla í íslenzku og í latínu og þjálfun hugs-
Uaarinnar.
Hann gaf efni því, sem lesið var, fremur lítinn gaum,
°g að því er Livius snertir, held ég að þetta hafi verið
alveg rétt af honum. Saga Rómverja er einhver skemmti-
^egasti þáttur veraldarsögunnar, en þekkinguna um hana
hafa sagnaritarar vorra tíma orðið að ausa úr mörgum
hndum, og sú mynd, sem fá mætti af lífi þessarar merku
Pjóðar með lestri á ritum Liviusar, yrði svo ófullkomin, að
^eljast mætti gagnslítið sögunám.
A síðastliðnu hausti hélt skólameistarafélag Englend-
lnga fund, eins og það mun vera vant að gera árlega. Á
fundinum flutti m. a. forseti þessa félags erindi, og má
nærri geta, að hann er enginn miðlungsmaður á sínu sviði.
Hann ræddi um það, hverjar skólanámsgreinir væru not-
hasfar til þess sérstaklega að skerpa rökvísi nemenda og
uákvæmni í hugsun. Þar taldi hann aðeins tvennt til. Ann-
að væri æfingar í stærðfræði, hitt það að glíma við latínu-
esmál. Þegar ég las þetta, kom mér þegar í hug kennsla
8amla rektors. Hún var einmitt þessi glíma við latínules-
niál, sem er öllu öðru, — naumast að stærðfræði undan-
fkilinni, — betur fallin til þess að æfa og skerpa nákvæmni
1 hugsun. Tilgangurinn með því að kenna latínu í lærðum