Skírnir - 01.01.1932, Síða 135
Skirnir]
Kennslan í lærða skólanum.
129
5>Ja, það þýðir eiginlega »sá, sem getur uegið«, sérdu gói
minn.« Þá »rann upp ljós fyrir mér«, svo sem okkur var
fitt að komast að orði. Þá vaknaði hjá mér meðvitundin
um það, að latínan er ekki ein um það hefðarsæti að vera
rökmál. íslenzkan er skilgetin systir hennar. Ég vissi þá
Þegar full skil á því, að íþrótt latínunámsins er fremur
öðru í því fólgin, að rekja eftir rökréttum reglum breyt-
ingar orðanna frá einni mynd til annarar og finna frænd-
semi þeirra hugsana, sem táknaðar eru með mismunandi
^uyndum sama orðs og með skyldum orðum. En á þessu
uugnabliki vaknaði hjá mér meðvitundin um það, að ís-
lenzkan býður iðkendum sínum upp á þessa sömu íþrótt.
þetta hefir mér orðið Ijósara síðan, þótt lífið hafi fremur
boðið mér önnur viðfangsefni, og ég því ekki tamið mér
Þessa íþrótt sem skyldi.
I þessari fyrstu kennslustund minni hjá H. Kr. Fr. fann
eg líka til þess höfuðeinkennis á kennslu hans, sem var
hið sama og hjá Jóni Þorkelssyni samtíðarmanni hans. Það
Var nákuœmnin og jafnframt hin skerpandi krafa til nem-
andans um að hann leysti sjálfur þær þrautir, sem fyrir
^ouiu. Sama nákvæmnin einkenndi kennslu hans í þýzku.
Finnur Jónsson gerir háð að upptalningum orða í hinni
Þýzku málfræði H. Kr. Fr., en ég hef ávallt verið og er
er>n þakklátur fyrir að hafa lært þær hjá kennara, sem
slakaði aldrei neitt á kröfum sínum til nemendanna. Mál-
fræðikennslu H. Kr. Fr. á ég það að þakka, að þó mér
sa*ur æfingarskorts sé stirt um að tala þýzku, þá verður
iitið um málfræðivillur hjá mér að dómi þeirra Þjóðverja,
sem ég hef þurft að tala við á móðurmáli þeirra. Mér mun
°hætt að fullyrða, að við sambekkingarnir vorum betur að
°kkur í þýzku en í ensku, þegar við iukum prófi upp úr
bekk, og hafði þó verið varið meiri tíma til enskunnar.
Mismunur þessi stafaði eingöngu af ágætri þýzkukennslu
H- Kr. Fr. í 3. og 4. bekk.
Ekki get ég verið F. J. samdóma um það, að í íslenzku
hefði helzt átt að kenna »sögu málsins, breytingar þær,
Sern á hafa orðið frá því í fornöld og til nútímans«. ís-
9