Skírnir - 01.01.1932, Page 136
130
Kennslan í lærða' skólanum.
[Skírnir
lenzkukennslunni var ekki skammtaður það mikill tími, að
saga málsins mætti sitja i fyrirrúmi fyrir kennslu málsins
sjálfs. Með lestri Njálu lærðum við auðvitað þá íslenzku,
sem hér var rituð á gullöld bókmenntanna, og ekki mátti
vanrækja að kenna okkur nútíðarmálið. Einstöku hinna
þroskuðustu pilta í bekknum hefðu auðvitað getað með-
tekið meira, en fyrir mitt leyti sakna ég þess mest, hve
kennslan í íslenzkri málfræði og orðskipunarfræði, sem átti
að fara fram í 1. og 2. bekk, var ófullkomin og losaraleg
og fjarri því að jafnast við tilsvarandi kennslu H. Kr. Fr.
í þýzkunni í 3. og 4. bekk. Vera má, að ef kennslan í 1.
og 2. bekk hefði skilað okkur þeirri kunnáttu í nútíðar-
málinu, sem vera bar, þá hefði mátt gera sögu málsins
einhver skil í 5. og 6. bekk, eftir að við höfðum lært rit-
aldarmálið í 3. og 4. bekk. En um íslenzkukennsluna í 5.
og 6. bekk man ég bókstaflega ekki neitt.
Mjög fer því fjarri, að ég geti á nokkurn hátt tekið
undir ónot þau, sem Finnur Jónsson (og annar maður lát-
inn) hafa hreytt í H. Kr. Fr. fyrir framkomu hans og við-
mót við lærisveina sína. í okkar augum stóð hann sem
hreinlyndur og góðlátlegur öldungur, þrekmikill og með
óskertum sálar- og likamskröftum. Hann var bráðlyndur,
það vissum við vel, en stillti sig yfirleitt. Einu sinni kom
það fyrir í mínum bekk, að hann skifti svo skapi, að hann
slæmdi hendi til pilts, sem var hortugur við hann. Sá bar
gleraugu (nefklemmur) og strukust þau niður eða hrutu af
nefinu. Pilturinn reis úr sæti með hörðum ávítum gegn
kennaranum fyrir að slá sig, en móðurinn var þá jafnskjótt
runninn af gamla manninum, og við hinir skellihlógum að
öllu saman. Varð svo ekki meira úr því. Flestir kennarar
og piltar höfðu þá »skólaheiti« og voru oftast nefndir þeim
heitum í hóp pilta. »Heiti« H. Kr. Fr. lýsir nokkuð vel af-
stöðunni milli hans og piltanna, við kölluðum hann vana-
lega »Sérdugóminn«. Hann var alla tið nokkuð vestfirzkur
í málfæri, þúaði nemendur sína, eins og eldri kennarar
gerðu þá yfirleitt, og sagði æði oft þessi góðlátlegu orð:
Sérdu gói minn. Einu sinni man ég, að alþingiskosning fór