Skírnir - 01.01.1932, Page 139
Elzta guðspjallið.
Eftir Ásmund Guðmundsson.
Þótt kirkjur Rómaborgar séu tignarlegar og undra-
íagrar, þá eru fáar þeirra mér minnisstæðari en samkomu-
salur einn ævaforn. Hann er neðanjarðar og heldur lágt
til loftsins, en steinsæti meðfram veggjum. Það er auðséð
þegar, að þar hafa kristnir menn komið saman, því að
veggirnir eru allir krotaðir táknum þeirra og orðum. Þegar
reynt er að stafa sig gegnum þetta letur, þá verða fyrir
auganu hvað eftir annað þessi orð [meðal annars] rituð
stórum stöfuin og viðvaningslegum: Petre et Paule. Orate
pro nobis. Péíur og Páll, biðjið fyrir oss. Og það er ekki
að undra, þótt þessara orða gæti mest, því að þarna hjá
geymdust um hríð bein þeirra beggja, píslarvottanna og
postulanna.
í einhverjum slíkum samkomusal hefir ef til vill verið
lesið fyrir kristnum söfnuði fyrsta sinni elzta guðspjallið,
sem ég nefni svo, Markúsar guðspjall, og hefir þá verið
skammt liðið frá Nerós ofsókninni og lífláti lærifeðra Mark-
úsar, Péturs og Páls, sem báðir höfðu manna mest mótað
hugsanir hans um kristileg efni. En hugtakið elzta guð-
spjallið gat þó ekki orðið til á þeim áratugum né hinum
næstu, heldur leið þangað til langur tími. Guðspjallið var
aðeins eitt í hugum kristinna manna: Hinn mikli fagnaðar-
boðskapur um guðs ríki, sem Jesús Kristur hafði flutt með
orðum sínum og öllu lifi og þó einkum með dauða sinum
og upprisu. Frásagan um Jesú, hið lifandi orð um hann,
sem barst frá manni til manns, var guðspjallið. Hug krist-