Skírnir - 01.01.1932, Page 140
134
Elzta guðspjallið.
[Skirnir
inna manna í fornöld er þar rétt lýst með þessum orðum
til keisarans: »Heldur þú, að þú getir brennt upp orð
drottins. Ég skal segja þér, hvar orðið brennur. Brenn þú
bækur vorar. Orðið skal brenna í mannshjörtunum til efsta
dags.« Og er guðspjallsritin koma fram, þá er þeim gefinn
öllum einn og sami titillinn: guðspjall, evangelium, og bætt
við orðunum »eftir Matteusi, Markúsi, Lúkasi og Jóhann-
esi« o. s. frv., þ. e. a. s. þetta er guðspjallið eftir því sem
hverjum þessara manna um sig sagðist frá.
Orðin »eftir Markúsi« standa fyrir neðan guðspjallið í
tveimur af elztu og beztu Nýja testamentis handritunum,
sem til eru, frá fyrri hluta fjórðu aldar og fimmtu öld. Og
þau hafa vafalaust einnig staðið á miklu eldri handritum,
enda eignar erfikenning kirkjunnar Markúsi guðspjallsrit
þetta svo langt sem hún verður rakin aftur í tímann.
Mætti nefna ýmsa staði hjá merkum rithöfundum því til
sönnunar, en ég verð hér að láta mér nægja að nefna
þann einn, er allra mestu máli skiptir. Það eru orð
Papiasar biskups í Hierapolis í Litlu-Asíu frá miðri 2. öld
e. Kr. En Papias gerir sér far um það, eins og Ari fróði
hjá oss, að greina heimildarmenn að því, sem hann segir
frá. Heimildarmaður hans um það, hver sé höfundur Mark-
úsarguðspjalls, er gamall maður, sem hann þekkti ungur,
Jóhannes safnaðaröldungur í Efesus, lærisveinn Drottins að
dómi hans, en þó ekki sami maður, sem Jóhannes Sebed-
eusson. Slíkur maður sem Jóhannes safnaðaröldungur, er
bar höfuð og herðar yfir kristna samtíðarmenn sína frá því
er postulana leið, hlaut að vita, hvort Markús væri höf-
undur þessa guðspjalls eða ekki. Orð Papiasar hljóða svo:
»0g þetta sagði öldungurinn: Markús túlkur Péturs ritaði
með nákvæmni, en þó eigi í röð allt það, sem hann mundi
af því, er Kristur hafði sagt eða gert. Því að ekki heyrði
hann drottin né var í fylgd hans, heldur var hann fylgdar-
maður Péturs síðar, eins og ég sagði. Og Pétur hagaði
kenning sinni eftir þörf manna, en reyndi ekki að skipa
orðum drottins fast niður, svo að ekki gerði Markús neitt
rangt með því að skrifa þannig sitt af hverju eftir minni.