Skírnir - 01.01.1932, Page 141
SkirnirJ
Elzta guðspjallið.
135
Þvi að hann gfeíti þess eins að sleppa engu né fara skakkt
með neitt, sem hann hafði heyrt.«
Það sem kunnugt er um æfi Markúsar af Nýja testa-
mentinu styður það, að hann hafi verið vel fallinn til þess.
að rita guðspjallið um Jesú Krist sögulega rétt og af glögg-
um skilningi.
Hann var nákunnugur postulunum og frumsöfnuðin-
um, því að þeir héldu samkomur sínar í húsi Maríu móður
hans í Jerúsalem. Margir ætla m. a. s., að í því húsi hafi
verið loftsalurinn, sem lærisveinarnir héldu til í eftir upp-
risu Jesú og þar hafi hann neytt síðustu kvöldmáltíðar-
innar með þeim. En þá væri ekkert líklegra en að ungl-
ingurinn með línklæðið yfir sér, sem fylgdi Jesú frá Getse-
mane og Markúsar guðspjall eitt getur um, hefði einmitt
verið Markús sjálfur. Safnaðarlífið í húsi þeirra mæðgina
var svo fagurt og þróttmikið, að Markús hreifst með og
fann einnig strauminn spretta upp i hjarta sinu. Hann
varð kristinn maður. Einkum hafa áhrif Péturs, safnaðar-
foringjans, rist djúpt og kallar Pétur því Markús »son
sinn«. Skömmu eftir Heródesar ofsóknina í Jerúsalem árið
44 fór Markús með Barnabasi frænda sínum og Páli post-
ula norður til kristna safnaðarins í Antíokkíu. Þar starfaði
hann nokkura hríð, unz þeir þrír lögðu af stað í kristni-
boðsför um árið 46. Sigldu þeir fyrst til Kypruseyjar og
eftir all-langa dvöl þar norður til strandar Litlu-Asíu. En
þá reis ágreiningur niilli Páls og Markúsar. Páll átti svo
víðan sjóndeildarhring, að hann vildi boða fagnaðarerindið
öllum heiminum og heiðingjunum ekki síður en Gyðingum.
Það var svo djörf og há hugsjón, að Markús skildi hana
ekki þá fremur en kristnu söfnuðirnir á Gyðingalandi.
Hann sneri við og hélt aftur heim til Jerúsalem. Fáum ár-
um síðar vildi hann þó fylgja Páli í kristniboðsför, en þá.
var Páll ekki búinn að fá aftur það traust á honum, að
hann þægi fylgd hans, svo að Markús og Barnabas fóru
tveir saman í kristniboðsför. Síðan er ókunnugt um æfi Mark-
úsar í fullan áratug. En leiðir þeirra Páls lágu aftur samaa
og greri um heilt í milli þeirra. Þegar Páll var í fangelsinu