Skírnir - 01.01.1932, Page 144
138
Elzta guðspjanið.
[Skirnir
í letur um líf og starf Jesú. Svo er ekki. Miklu fremur
mun Markús hafa haft fyrir sér nokkur skrifleg drög til
samningar guðspjalls síns jafnframt því, sem hann geymdi
í minni. Það var nú svo, enda hlaut nálega svo að fara,.
að menn tækju snemma að rita upp orð Jesú, bæði í þjón-
ustu trúboðsins og sjálfum sér til uppbyggingar. Þau féllu
eins og neistar af þeinr heilaga eldi, sem Jesús hafði kveikt
á jörðu. En það, sem fyrst er ritað, mun vera það, er Mark-
ús nefnir í sérstakri merkingu »orðið« [8,32], þ. e. frásagan
um kvöl Jesú, dauða og upprisu, fórn hans og sigur. Sú
frásögn er að öllum líkindum færð í letur ekki löngu eftir
það, að atburðirnir gerðust. Það hefir verið líkt um hana
og frásagnirnar síðar um æfilok píslarvottanna. Þær eru
samdar fljótt eftir dauða þeirra og hafðar svo ítarlegar
sem kostur er. Orð þeirra frammi fyrir valdhöfunum eru
til færð og í kvölunum og dauðanum og atburðirnir raktir
nákvæmlega hver af öðrum. Um suma píslarvottana er
ekkert sagt annað en þetta, en um aðra eru einnig fáeinar
fleiri upplýsingar felldar framan við. Hefir því þá verið bætt
þar við síðar, sem hægt var að fá að vita um fyrri æfi
þeirra. Á svipaðan hátt mun hafa verið byrjað á því að
rita um æfilok Jesú og svo hægt og hægt aukizt við það,.
sem menn vissu um líf hans og starf. Markúsar guðspjall
ber þess enn ljósan vott. Tveir fimmtu hlutar þess eru um
það, er gerist síðustu dagana í Jerúsalem, en allt efni þess
áður er að vissu leyti ekki annað en aðdragandi að þeim
viðburðum. Geislarnir, sem leiftra fyrr í guðspjallinu, stafa
allir frá sólinni, er myrkvaðist yfir Golgata á föstudaginn
langa og rann upp yfir garði Jósefs frá Arimaþeu á sunnu-
dagsmorguninn. Það má rekja, hvað gerist á hverjum degi
frá því er Jesús kemur til Jerúsalem frá Jeríkó á pálma-
sunnudag og þangað til konurnar fara út að gröf hans
mjög árla hinn fyrsta dag vikunnar. Og frá miðaftni á
fimmtudag til föstudagskvölds er unnt að fylgjast nákvæm-
lega með atburðunum eykt eftir eykt. Þessi nákvæmni Mark-
úsar er einnig þeim mun eðlilegri sem hann er Jerúsalem-
búi og hefir ef til vill munað sumt þessara atburða sjálfur,.