Skírnir - 01.01.1932, Qupperneq 146
'140
Elzta guðspjallið.
| Skírnir
hans. Starf Jesú verður nú einkum miðað við lærisveina
hans. Hann leitast við að vekja skilning þeirra á köllun
sinni og sjálfra þeirra, en fólkið yfirleitt kann ekki að meta
starf hans. Hann skilur við það, en neytir áður með ýms-
um kvöldmáltíðarinnar við vík á Gennesaretvatni. Hann fer
með lærisveinum sínum út fyrir landamærin og kennir
þeim í kyrþey. Á yndisfögrum stað, norður undir Hermon-
fjalli lætur hann þá vita, að hann sé Messías, sonurinn,
sem Guð hafi sent þjóðinni, en fyrir sér liggi ekki valda-
braut á heimsins vísu, heldur eigi hann að þjóna, liða og
deyja, og lærisveinar hans slíkt hið sama. En fyrir handan
þjáningarnar og dauðann er upprisan og lífið. Svo er haldið
aftur suður og til Jerúsalem, þar sem allt þetta bíður hans.
Og þá tekur við frásagan nákvæma, eins og áður er getið,
um síðustu starfsdaga Jesú, kvöl hans og dauðastríð og
upprisuboðskapinn til ástvina hans. Hún er hjá Markúsi
eins og hvelfing helgidómsins, þar sem allar línur mætast
og benda til himins.
Guðspjallið ber þess einnig sjálft vitni, að það sé eftir
Jærisvein þeirra Péturs og Páls. Það er frá upphafi til
ænda mótað af hugsunum þeirra, meira og minna. Tvær
meginkvíslar falla þar saman og marka sér farveg, straum-
ur minninganna frá Pétri og öðrum fyrstu lærisveinum Jesú
um líf hans á jörðinni og kraftur og reynsla Páls, er lifði
á andlegan hátt nánustum samvistum við Jesú upprisinn.
Frásögn sjónarvottar skín víða í gegnum, og er það
eitt af einkennunum á guðspjallinu. Þar birtast ýmsir drætt-
ir, er gera atburðina svo Ijósa og lifandi, en eru horfnir
sumir úr hinum guðspjöllunum. Þess er t. d. getið, að Jesús
hafi sofið á koddanum í skutnum ofviðrisnóttina á Genne-
saret, að mannfjöldinn hafi setið í grængresinu og flokk-
arnir eins og myndað beð í garði við kvöldmáltíðina í
Galíleu, eða að skyggt hafi yfir svip ríka mannsins, er Jesús
bauð honum að fara og selja allar eigur sinar og gefa fá-
tækum. Um Jesú er sagt, að hann hafi horft á þennan
mann, sem kom hlaupandi til hans út á veginn og honum
farið að þykja vænt um hann. Og oftar sést það, hversu