Skírnir - 01.01.1932, Blaðsíða 147
Skírnir]
Elzta guðspjallið.
141
augnaráð Jesú og svipur hans hefir orðið mönnum minnisstætt.
Þegar hann fékk boðin um það, að móðir hans og bræð-
ur væru að spyrja um sig, þá renndi hann augum yfir þá,
er kringum hann sátu og sagði: »Sjá, hér er móðir mín og
bræður mínir.« Eða þegar Farisearnir þögðu við spurningu
hans, hvort leyfilegt væri að líkna nauðstöddum manni á
hvíldardegi, þá renndi hann augum yfir þá með reiði,
angraður yfir harðúð hjartna þeirra. Og hver er svo þessi
sjónarvottur, sem mest kveður að? Jafnvel þótt orð Jó-
hannesar safnaðaröldungs hefðu fallið í gleymsku, að Mark-
ús hefði ritað eftir Pétri, þá myndu vísindamennirnir engu
að síður hafa talið Pétur lang-líklegastan til þess, hann
sem var i nánari fylgd með Jesú en flestir aðrir. Frásögn-
in um starf Jesú í Galíleu hefst með því, að þeir Andrés
bræðurnir eru kallaðir til starfa með honum, og þá þegar
koma fram orðatiltæki, sem fiskimenn í Galíleu notúðu á
þeim tímum. Gennesaretvatnið er nefnt »hafið« og veiðiað-
ferðinni lýst svo, að þeir »köstuðu út«, en »netjum« undan-
skilið. Frá atburðinum' virðist einnig sagt frá sjónarmiði
þess, sem úti á vatninu er, þar sem ekki er aðeins sagt,
að Jesús hafi gengið með vatninu, heldur og að hann hafi
gengið fram hjá með vatninu. Bátur Péturs, sem Jesús
sigldi um vatnið, er blátt áfram nefndur báturinn, og
þegar Jesús á dvöl í húsi hans, er það orðað svo, að
hann sé heima. Margt fleira mætti nefna, sem fer í líka
átt, þannig að ýmsir vísindamenn telja sig geta greint
með nokkurn veginn vissu þær frásagnir, er runnar eru
frá Pétri sem sjónarvotti.
Þá eru ekki síður augljós áhrifin frá Páli í guðspjall-
inu. Páll vissi ekkert til sáluhjálpar annað en Jesú Krist
krossfestan og upprisinn, vitnisburður hans og kenning
voru um það, að hann lifði í trúnni á Guðs son, sem
elskaði hann og hafði lagt sjálfan sig í sölurnar fyrir hann,
um friðinn, sem ríkti í hjörtum kristinna manna í sam-
félagi við Guð fyrir drottin Jesú Krist, um náðina, sem
þeir ættu að ganga að, og vonina fagnaðarríku um dýrð,
Guðs og kærleika Guðs, sem úthellt væri í hjörtu þeirra.