Skírnir - 01.01.1932, Síða 149
Nokkur íslenzk handrit frá 16. öld.
Eftir Jón Helgason.
»Svo geingur þad til i heimenum, ad
sumer hialpa erroribus á gáng, og
adrer leitast sidan vid ad utrydia apt-
ur þeim sömu erroribus. Hafa svo
hverir tveggiu nockud ad idia.«
Árnt Magnússon.
Meðal íslenzkra handrita frá ofanverðum páfadómi eru
þessi þrjú, AM 510, 4to, AM 604, 4to og AM 713, 4to,
einhver hin merkustu. 510 er söguhandrit og þar á Víg-
lundar saga, Jómsvíkinga saga, Finnboga saga og fimm
fornaldarsögur. 604 geymir mikið safn af rimum miðalda,
alls 33 rímnaflokka, en 713 meira en 50 kvæði frá sömu
tímum, allt frá Lilju Eysteins munks til kvæða Jóns Ara-
sonar, mestmegnis um helga menn og klerkleg efni. Ef
þessar skinnbækur væri glataðar, er óhætt að segja, að
þekking vor á íslenzkum bókmenntum 14., 15. og 16. ald-
ar hefði beðið stórtjón. Rímnabókin og kvæðabókin hafa
margt, sem ekki er víðar til, og þar sem öðrum handrit-
um er til að dreifa, er texti þessara bóka að jafnaði betri
■en annarsstaðar er varðveittur.
Það var lengi skoðun manna, að þessi handrit væri
allgömul. Um 510 hugði Werlauff,') að það væri á aldur
við Möðruvallabók, sem hann setti til upphafs 14. aldar.
Þetta nær þó engri átt. Þó skýtur þeirri skoðun upp aftur
siðar,1 2) að það sé frá 14. öld, raunar frá lokum aldarinnar,
en hæpið, hvort það er annað en pennaglöp eða prent-
villa. Annars setja menn það til 15. aldar3) eða helzt til
1) Vatnsdæla saga 1812, bls. XXI.
2) Antiquités Russes II 1852, bls. 322.
3) Fornmanna sögur XI 1828, bls. 7, Fornaldarsögur Norðr-
landa II 1829, bls. VII, III 1830, bls. IX (þar talið frá miðri öldinni),
Bárðar saga, útg. Guðbr. Vigf., 1860, bls. XIII, Jómsvikinga saga,
útg. Gjessings, 1877, bls. I.
j