Skírnir - 01.01.1932, Side 150
144
Nokkur islenzk handrit frá 16. öld.
[Skírnir
loka hennar.’) En árið 1879 lét Guðmundur Þorláksson þá
skoðun í Ijósi, að handritið mundi vera með hendi Jóns
biskups Arasonar, og varð það til að sumum þótti liklegt,
að það væri enn yngra, frá öndverðri 16. öld.1 2) Svipuðu
nráli var að gegna um 604. Menn töldu það handrit frá
miðri 15. öld3) eða lokum þeirrar aldar,4) en þó kom fyrir,
að það var sett til þess um 1500 eða nokkuru siðar.5 6) Um
aldur 713 er ekki að sjá að getið sé nema á einum stað,
áður en Kálund kom til skjalanna, og er þar talið ritað
»1549 eða þarumbil«.G)
Þegar Kálund gerði skrá sína yfir handrit Árna Magn-
ússonar, veitti hann því fyrst eftirtekt, að 510, eða að
minnsta kosti meiri hluti þess,7) var með sömu hendi og
604.8 9) Ætlun hans var þá, að 510 væri frá lokum 15. aldar.
En næst sá hann, að sama hönd var á 604 og á 713, og
gerði þá ráð fyrir að þessi handrit bæði (og þá auðvitað
líka 510) væri skrifuð á fyrra helmingi 16. aldar. Þó tók
hann jafnframt fram, að skrift þeirra og handarlag benti
aftur til loka 15. aldar, en ástæðan til þess að hann ætl-
aði þau samt yngri var sú, að í 713 eru kvæði eftir Jón
biskup Arason.3) Eftir aldri hans geta þau ekki verið ort
fyrr en á öndverðri 16. öld.
1) Kálund: Kafalog 1 1889, bls. 670, Larsson: Friðþjófs saga
1893, bls. XXVII, Jiriczek: Bósa saga 1893, bls. XII—XIII.
2) Finnboga saga, útg. Qering, 1879, bls. XX, Jómsvikinga
saga, útg. C. af Petersens, 1879, bls. XXVI—VII.
3) Riddararímur, útg. Wisén, 1881, bls. XXXIV, sbr. Kálund í
Smástykker 1884—1891, bls. 131.
4) Gröni. hist. Mindesm. II 1838, bls. 437, Edduútg. Möbiusar
1860, bls. IX, Edduútg. Bugge 1867, bls. XXXIV, Biskupa sögur II
1878, bls. 571.
5) Jón Þorkelsson í Arkiv f. nord. fil. III 1886, bls. 377, Ice-
landic Sagas I 1887, bls. XXXV.
6) Biskupa sögur II, 305.
7) Það er einkennilegt um 510, að fljótt á litið virðist þar
sumsstaðar skipta um hendur (einkum bl. 8r — 8 v, 26 r, 26 v, 37 v —
38 r), en sé hugað að, reynist gerð flestra stafa þó merkilega lík.
Framvegis verður talað um 510 sem eina heild, þó að vera kunni,
að annar maður en aðaiskrifarinn hafi gripið þar inn i.
8) Katalog I, 670.
9) Katalog II 5, 128.