Skírnir - 01.01.1932, Qupperneq 151
Skirnir]
Nokkur islenzk handrit frá 16. öld.
145
Niðurstaða Kálunds, að sami maður hafi skrifað öll
þessi handrit, virðist óyggjandi. Þau eru öll nauðalík, sama
stafagerð, líkur frágangur og sama gljáandi svarta blekið,
sem stundum stendur eins og upphleypt á bókfellinu. Við
þetta bætast önnur atriði, sem brátt verður vikið að. Um
aldur handritanna gefa kvæði Jóns Arasonar að vísu góða
leiðbeining, eins og Kálund hefir bent á, en raunar verða
þau ekki árfærð. Aftur er í 713 kvæði um Ögmund bisk-
up,!) sem beinlínis vitnar til atburða sumarsins 1539, er
Ögmundur biskup »sagði af höndum siðanna stjórn og
gjörvöll ráð« og »fekk þar til formann annan«, Gizur Ein-
arsson. Það er þá sýnt, að 713 getur með engu móti verið
skrifað fyrr en síðla árs 1539, og verður að áætla aldur
hinna handritanna eftir því.
Það málefni, sem nú hefir verið drepið á, er meira
vert en í fljótu bragði virðist. Það sýnir sig, að handrit,
sem eftir skriftarlagi hafa verið sett til 15. aldar, jafnvel
»engan veginn til loka hennar«,1 2) eru í raun réttri frá því
undir miðja 16. öld. Má hér og minna á AM 548, 4to, þar
sem ártalið 1543 stendur á einum stað og virðist með
hendi skrifarans, en skriftarlagið telur Kálund fornlegra en
þvi ártali svari. Nú hagar svo til, að talið hefir verið, að
uppskriftir sagna og annara fornrita sé langt um fleiri til
frá 15. öld en hinni 16., og yrði að ráða af því, að sinnu-
leysi um fornbókmenntirnar hefði verið miklu meira undir
og um siðaskiptin en áður.3) Þetta er þó að sumu leyti
miður sennilegt, því að kunnugt er að á dögum Guðbrands
biskups þótti sögulestur góð skemmtun. Dæmin, sem nefnd
voru, gæti vakið grun um, að 15. og 16. öld hafi verið
meiri kyrrstöðutími en handritafræðingar hafa enn áttað
sig á til fulls, og að enn hafi ekki farið fram réttlát skipti
milli aldanna. í stað þess, að 15. öld hefir verið eignaður
þorri þeirra handrita, sem um er að ræða, en 16. öld gerð
afskipt, mætti gruna, að bókunum ætti að hluta jafnar niður.
En þetta flókna rannsóknarefni eru ekki tök að ræða frekar hér.
1) Biskupa sögur II, 305—14.
2) Kálund í Smástykker, 131.
3) Eimreiðin 1926, 381—2.
10