Skírnir - 01.01.1932, Blaðsíða 152
146
Nokkur islenzk handrit frá 16. öld.
[Skírnir
Eitt af því, sem einkanlega auðkennir 604, er það, að
í þessu handriti er víða hripað hitt og annað á spássíur
af skrifaranum sjálfum. Meðal þess eru um 200 málshættir
(sumum þeirra virðist þó síðar bætt við), vísur og vísna-
stúfar, fyrirbænir og auk þess ýmislegt taut og nöldur
skrifarans. Kálund hefir safnað þessu saman og gefið út
á prent 1886 í Smástykker (bls. 131—84).x) Hann hélt þá,
að handritið væri frá 15. öld, og hafði ekki fundið, að
sama hönd var á 510 og 713. En í handritaskrá sinni um
Árnasafn lætur hann þess getið, að samskonar krot sé í
510, enda muni sami maður hafa skrifað hvorttveggja.
Eftir þetta virðist ástæða til að athuga nánar, hvort
krot á spássíum þeirra handrita, sem hér eru gerð að um-
talsefni, gefur nokkura leiðbeining um samband þeirra eða
upphaf. Þess vegna verður nú tekið upp það sem til er
af slíku í 510 og 713, til samanburðar við það sem Kálund
hefir leitt í Ijós úr 604. Þess skal þegar getið, að 510
hefir ekki nærri eins mikið krot og 604 (einkum vantar
þar málshættina), og í 713 er mjög lítið um slíkt. En á-
stæðan er ef til vill að einhverju leyti sú, að 713 hefir
sætt langverstri meðferð þessara handrita. T. d. má sjá á
17. og 36. bls., að eitthvað hefir verið skrifað efst á síð-
una, en er nú skorið burt, svo að ekki er eftir nema neðri
endar sumra stafa.
í 604 standa víða vísnabrot, stundum úr ástakviðling-
um, stundum hendingar um það sem skrifarinn er að haf-
ast að eða gerist kringum hann. Eins er í 510: af slepp
uerda mer yndis brogdin kuenna (6 r), Nu fer uer ok uer.
suo sem fantur þessi fer (56 v), far þu uel enn frida ek lofa
(67 v, 72 r), for j burtt med fremd ok skartt (68 v), uti
1) Áður hafði Wisén drepið á þetta krot, Riddararíniur XXXIV.
Margar þessara setninga eru örðugar aflestrar, enda ætla ég að
Kálund hafi mislesið sumt (sbr. og leiðréttingar og athugasemdir i
Arkiv f. nord. fil. 1888, 186—90 og Aarb. f. nord. oldk. 1888, 340—48).
Ég nefni nokkur dæmi og fer eftir skiptingu Kálunds: I (»ordsprog“)
nr. 70 þa, 1. la. II (»skriver-floskler«) nr. 2 best, i. liost, nr. 8
klafott, 1. klapott, nr. 11 tok, 1. tol, nr. 14 kless, 1. klest, nr. 16 litt,
1. Mitt, III (»stemninger og privatforhold«) nr. 11 en og, 1. enda,
nr. 28 stadnum, 1. staknum, nr. 31 stridnar, 1. stirdnar.