Skírnir - 01.01.1932, Page 153
Skírnir ]
Nokkur islenzk handrit frá 16. öld.
147
er þat hvn unne mier (71 v, sama setning í 604), langt er
til hennar (78 v), Þat er mitt skap at skafa þig af þui
skialgur ertu með laufa lag. sætur tala af sinum hag. þær
sau eigi soddan penna nag (91 v — 92 r; aftan við visuna
stendur: so mvn fleirvm þickia).
í 604 setur skrifarinn hvað eftir annað út á skrift sína
og blek, mjög ómaklega, því að hvorttveggja er með bezta
móti. Alveg sama máli er að gegna í 510: eigi fer betur
enn vant er, skapar jlla stafina strakr minn (45 v), samt
er skrifit 49 r, jlla eru nv temprvd blekin fyrer uist (89 r),
jlla fer nu (90 r), ek skrifa skamarliga ok strakliga ok suivird
(hætt í miðju orði 92 r).
Tvívegis er í 510 teiknuð mannsmynd á spássíu og
skrifað við: strakur (?) far þu betur (54 v), bondaligur er
at sia (76 r). í 604 er ekkert sem svarar til þessa.
í 604 er það föst regla, að skrifað er efst á hverja
blaðsíðu Jesú nafn eða Maríu. í 510 sést þetta nokkurum
sinnum (jesus 73 r 93 r, jesus maria 50 v, jesus maria fin
93 v, maria 59 r 80 v 84 r 90 v). Sama kemur fram í 713
(jesus 132 og víðar þar fyrir aftan, jesus maria 124, maria
133). Önnur bænaáköll eru altíð í 604 og sömuleiðis í 510:
gud ueri med ydur allan tid (48 v, annar hefir bætt við:
mengrund frid), jesus maria kome til ok siae til 54 v, gud
ueri med med (!) ydur 66 v, gud komi til min 75 r, maria
gracia plena 80 r, maria min geymi 90 r. En langmerkilegast og
furðulegast er þó, að í ölluin handritunum er heitið á hina
helgu Fen(n)ennu: sancta fen(n)enna ora pro nobis (í 604
á fjórum stöðum, í 510 á bls. 71 r og 74 v, i 713 á bls. 25).
En Fen(n)enna þessi verður hvergi fundin með dýrlingum.
Að vísu er konu með því nafni getið í Stjórn (I Sam. I1-7),
þeirrar hinnar sömu og nú er kölluð Peninna í biflíum, en
eins og Kálund tekur fram, virðist hún illa eiga þvílíkan
heiður skilinn. Þegar svo fátíður og vafasamur dýrlingur
er beðinn árnaðarorðs í þremur handritum, er það ein sönn-
un þess, að þau muni öll komin úr sömu höndum.')
1) Áköll til heilagrar Fenenu eða Fenennu má þó finna á spássí-
um fleiri handrita en þessara. í AM 137, 4to koma þau fyrir á ein-