Skírnir - 01.01.1932, Síða 154
148
Nokkur islenzk handrit frá 16. öld.
[Skirni
Um hagi skrifarans fáum vér helzt vitneskju í 604.
Hann skrifar að vetrarlagi (»nú er krapi úti en klórað
inni«) og barmar sér yfir veðri (»illt er að skrifa í útnyrð-
ingi«), yfir penna sínum, bleki og skrift. En mesta áhyggju-
efni hans er augnveiki: »augun gjörast allveik«, »augna-
veikur er aulinn«, »Jesús sjá þú augu mín«, »Jesús Máriu-
son sjá þú til augna þræls þíns«. Við málsháttinn »lengi
er gamall maður barn« hnýtir hann viðbót: »ok svó er
e..« (síðasta orðið er skorið, en hefir sjálfsagt verið »ek«
eða »enn«), og bendir þetta í þá átt, að hann hafi verið
kominn á efra aldur. Hann hripar stöku sinnum setningar
á latínu, að vísu ekki annað en auðveld orðatiltæki og al-
kunnug, en hefir þó haft einhverja þekking á því máli.
Loks nefnir hann þrjá menn, Sigurð, Ara og Tómas, og
greinir vísu, þar sem kemur fyrir bæjarnafnið Laugar.
Sigurður er nefndur í setningunni »svara uerd ek
sigurdr minn«, en ekkert verður af henni ráðið.
Ari er tvisvar nefndur með skömmu millibili. í öðr-
um staðnunr stendur: »tok up(?) are sler ok uatt at mier«,
i hinurn »seintt ok illa segi ek fara. af staknum') hann
nu sera ara«. Fyrri setningin er máð í handritinu og auk
þess óljós, af því að orðið sler, sem Kálund virðist skilja
um sex stöðum (bls. 4, 66, 82, 138, 144, 160), og er hún þar kölluð
»sancta virgo fenena«. í annan stað er hún nefnd í AM 128, 4to
(sancta fennenna bls. 1 v) og sömuleiðis i AM 567, 4to nr. V (sancta
fenena £ o: Christi, en síðasta orðið er ekki alveg víst). Ekkert þess-
ara handrita er með sömu hendi og 604, 713 og 510, en sumt er þar
eigi að síður, sem minnir á skrifara þeirra. Á spássíu i 567 er dýrs-
mynd, sem ekki er óáþekk þeim myndum, sem skriíari 604 hefir
dregið upp i sínum handritum, og í 128 eru myndir, sem virðast al-
veg sömu gerðar. í 137 minnir fátt á 604 annað en það að rósir eru
dregnar utan um orð, sem gleymzt hafa í fyrstu og bætt hefir verið
við utanmáls. Það getur meira en verið að þessi handrit sé öll úr
sömu sveitum. Ætla má að Kálund telji þau helzt til gömul. Á bls.
170 í 128 er ártalið 1544 (i rómverskum tölum), og virðist ekki frá-
leitt að ímynda sér að bókin geti verið frá þeim tima.
1) Kálund ies »stadnum«, en það getur ekki verið rétt; stafur-
inn á undan n er vafalaust k.