Skírnir - 01.01.1932, Page 155
Skírnir] Nokkur íslenzk handrit frá 16. öld. 149
sem slor (»fiskeaffald«, Smástykker 135), virðist ekki kunn-
ugt annarsstaðar. Síðari setningin er hripuð, þegar »séra'
Ari« er að fara úr stakk sínum og gengur illa. Ef séra
Ari er réttur prestur, þá getur ýmsum verið til að dreifa
á þessum tímum. ‘) Ari Quðlaugsson heitir prestur á Vest-
fjörðum, en sýnist ekki nefndur eftir 1517. Ara prests Jóns-
sonar getur í bréfi, sem gefið er út á Helgafelli 1508, og
síðar er prestur með því nafni á Stað í Súgandafirði 1539
og 1549, hvort sem það er hinn sami eða eigi. Ari Þor-
gr(ímsson) er nefndur meðal kennimanna Skálholtsstiktis
1541. Og loks er Ara Steinólfssonar getið, fyrst 1514 og
er þá djákni, en síðar, undir miðja öldina, er hann prestur
í Laugardal í Tálknafirði. En hitt virðist eins vel geta ver-
ið, að »séra Ari« sé ekki annað en einhver piltur á bæn-
um, sem preststitillinn sé gefinn til gamans.
Tómas er nefndur tvívegis. Neðst á einni blaðsíðu er
skrifað: mier lizt samt skrifit þitt thomas (á eftir »þitt«
getur eitt orð eða fleiri verið skorin burtu), og nokkurum
blöðum aftar: litt tempraz blekit fyrer þier gali minn tomas
(í »gali« vantar vafalaust strik yfir a og á að vera »gamli«).
Þessar setningar, sem tvimælalaust virðast með sömu hendi
og textinn, liggur beinast við að skilja þannig, að skrifar-
inn heiti Tómas og sé að ávarpa sjálfan sig. Þetta er líka
skoðun Kálunds.
Laugar eru nefndar í þessari vísu:
Docknar dreing fyrer avgum.
en drosen er hladen bavgum.
heima er hrafnn áá haugum.
hæfverskt uifit áá laugum.
Þetta getur verið úr einhverri langloku, en hitt getur
lika verið að skrifarinn hafi ort erindið um leið og hann
var að reyna penna sinn, og sé það rétt, má ætla að bær
að nafni á Laugum hafi verið í nágrenni hans, eða hann
hafi verið á þeim bæ sjálfur. Laugar eru til í Árnessýslu
1) Sjá nafnaskrár i ísl. fornbréfasafni, sbr. og hér síðar, bls. 163.