Skírnir - 01.01.1932, Page 156
150
Nokkur íslenzk handrit frá 16. öld.
[Skirnir
(í Hraungerðishreppi og Hrunamannahreppi), í Dölum (í
Sælingsdal og hafa verið til í Hörðadal, sjá ísl. fornbréfa-
safn III, IV og VIII) og í Reykjadal í Suður-Þingeyjarsýslu.
Ennfremur er hjáleiga með því nafni í Súgandafirði. Ká-
lund þykir einna líklegast, að átt sé við Laugar í Sælings-
dal, ’) en um það verður þó ekkert sagt.
í 510 eru þessi nöfn utanmáls með hendi skrifarans:
far þu med jon frænde 61 v.
nos xsx samoht 61 v (þar undir er hálfskafið út: samoht
xsx nos).
jon xsx son ecki fer betur enn uant er ollu uer 62 v (á
eftir koma tvö ógreinileg orð, sem ekki er víst að sé
framhald þessarar setningar; hið fyrra er »hier«).
madur er jon nefndur madur samoht nefndur 83 r.
jon fusa son 83 v (með annari hendi'?).
Ef »nos xsx samoht« er lesið aftur á bak, kemur fram
»thomas xsx son«. Sama föðurnafn hefir Jón, sem ef til
vill er sami maður og sá sem kallaður er Jón frændi. Því
miður er föðurnafnið dulið í villuletri, en ekki virðist nema
um einn kost að ræða. Stafirnir eiga að vera þrír, fyrsti
stafur sami og hinn þriðji. Þetta verður naumast lesið öðru-
vísi en Ara, þó að raunar sé torráðið, hverjum meginregl-
um farið er eftir í því villuletri, sem notar x fyrir a og s
fyrir r. En líkurnar eru þó mestar, að sá Tómas, sem rið-
inn er við handritin 510 og 604, hafi verið Arason, og átt
frænda (bróður?) að nafni Jón Arason.
Úr 713 verður engin vitneskja fengin um nafn skrifar-
ans eða umhverfi. Þó er þar á bls. 92 vísa, sem nafn er
fólgið í:
Ferdinn klöck med fleina hlöck.
fliott ma nafnit finna.
rifenn is. sem reytt se hris.
ok rennanda uatnnit stinna.
En nafnið hefir ekki tekizt að ráða.
1) Smástykker, 135.