Skírnir - 01.01.1932, Page 157
SkirnirJ
Nokkur íslenzk handrit frá 16. öld.
151
Þess skal enn getið, að aftan við Skáld-Helga rímur í
604 er skeytt vísum, sern hvergi eru til í öðrum handrit-
um og eiga heldur ekkert skylt við rímurnar sjálfar. í einni
vísunni er nafnið Tumas bundið í rúnum (Týr og úr má
telja þann | er töglað hefur örundin fram | ár og sól bíði
öngva skamm I elski drottinn jafnan hann). Það virðist lít-
ill vafi geta leikið á, að hér er sami Tómas á ferðinni, og
hefir skrifarinn gert það að gamni sínu að búa þessi er-
indi til, þegar rímunum var lokið, en nokkurar línur stóðu
eftir ófylltar á blaðsíðunni.')
Áður er vikið að því, að Guðmundur Þorláksson hugði,
að 510 væri ineð hendi Jóns biskups Arasonar. Hann þótt-
ist sjá, að 510, að minnsta kosti seinni parturinn, væri
skrifað af sama manni sem AM 431, 12mo. En sá maður
virðist heita Jón Arason, og er þess utan latínulærður, og
ætlaði Guðmundur Þorláksson þá, að ekki mundi öðrunr til
að dreifa en biskupinum. Auk þess virtust honuin bréf
hans með mjög líkri eða sömu hendi.
Þessa hugmynd vakti Jón Þorkelsson upp aftur árið
1906.1 2) Hann þóttist geta ályktað, að eitt bréf frá árinu
1509 (AM fasc. XL 2) væri með hendi Jóns biskups, og
taldi sömu hönd á 604 og 713 (aftur nefnir hann ekki 510).
Síðar urðu fyrir honum önnur bréf (AM fasc. XLVII 2 og
12, XLVIII 9 og LI 22, frá árunum 1526, 1528 og 1549),
sem hann hugði Jón biskup líka hafa skrifað.3) Eftir þetta
átti Jón Arason ekki aðeins að hafa verið fremsta skáld
af samtíðarmönnum sínum, heldur líka helzti varðveizlu-
maður þess, sem aðrir höfðu ort um hans daga og iengi
áður.
Þessi vegur hans stóð þó ekki lengi. Finnur Jónsson
benti á í útgáfu sinni á kvæðum Jóns Arasonar,4) að 713
hefir þvílikar villur í þessum kvæðum, að óhugsandi er
1) Sbr. Rimnasafn I, 162—3, 165.
2) ísl. fornbréfasafn VIII, 270.
3) Sama rit IX, 339, 451, 662, 664, XI, 728.
4) Jón Arasons religiose digte 1918, bls. 16.