Skírnir - 01.01.1932, Page 158
152
Nokkur islenzk handrit frá 16. öld.
[Skírnir
að skáldið hafi þar haldið á pennanum sjálft (sjá t. d.
Ljómur 41 og 175, þar sem hendingum kvæðisins er spillt
í 713). Bréfin AM fasc. XL 2 og XLVII 2 telur hann sitt
með hvorri hendi og hvorugt með sömu hendi og 510,
604 og 713. Svipuð er skoðun Páls Eggerts Ólasonar.')
Jón Arason getur ekki hafa skrifað 713. Af bréfunum telur
hann XL 2 ólíkast skinnbókunum, en XLVII 2 og LI 22
líkari, án þess að þora þó að fullyrða að höndin sé hin
sama. Hvorki Finnur Jónsson né Páll Eggert Ólason nefna
XLVII 12 né XLVIII 9.
Bréfin XL 2, XLVII 2 og XLVIII 9 voru meðal
þeirra skjala, sem Árnasafn afhenti Þjóðskjalasafni íslands
1928, og hef ég ekki athugað þau. En stafsetning bréfsins
XLVII 2 er svo ólík því sem venja er í 510, 604 og 713,
að fullyrt verður, að þar er annar maður að verki (bréfið
notar w fyrir v, zth í miðmynd, ath fyrir at, en allt þetta
er gagnstætt skinnbókunum). Líkt er um LI 22, sem ég
hefi átt kost á að skoða. Þó að því verði ekki neitað, að
nokkur svipur er með því og skinnbókunum, þá eru atriði
bæði í stafagerð (t. d. er op-merkið öðruvísi) og rithætti
(t. d. ad, en ekki at), sem gera það víst, að annar maður
hefir skrifað bréfið.2 * *) En XLVII 12 er alls ólíkt, og furða
að nokkur maður skuli hafa gert sér í hugarlund, að sama
hönd sé á því og LI 22.
Þegar Ijóst var orðið, að ekki voru tiltök að eigna
Jóni biskup Arasyni neina hlutdeild í þeim skinnbókum,
sem hér eru gerðar að umræðuefni, var nýr maður fund-
1) Menn og menntir I, 443—4.
2) Það kemur þessu máli að vísu ekki við, en er ekki ófróð-
legt fyrir þá, sem kunna að spyrja, hvert traust megi bera tll forn-
bréfasafnsins, að í þessu bréfi, sem tekur yfir rúma blaðsíðu prent-
aða, eru 6 villur, sem máli skipta (tvisvar — í 12. og 27. línu —
er fyrir eru; pcipans fyrir pauans; setningu fyrir settninga; log-
mali fyrir logum; gudz bodi fyrir forbodi), tvisvar settar inn vafa-
samar orðmyndir þar sem skjalið er ógreinilegt (Guondur fyrir
gudFidur (?), kiordur fyrir kiore o: kioren), og auk þess ýmsar vill-
ur í stafsetningu.