Skírnir - 01.01.1932, Qupperneq 159
Skirnir] Nokkur íslenzk handrit frá 16. öld. 153
inn til að hafa af þeim heiðurinn. Nú bar Páll Eggert
Olason það fram, að sonur Jóns biskups, síra Sigurður á
'Grenjaðarstöðum, hefði skrifað þessi handrit. í riti sínu
um Jón Arason kveðst hann ekki fá betur séð en að þau
sé með hendi síra Sigurðar, »og mundu menn sannfærast
nrn það við samanburð á Sigurðarregistri, sem er með
hans hendi«.') En í síðari ritum sama höfundar er þessi spá-
sögn orðin staðreynd og síra Sigurði eignuð handritin afdrátt-
•arlaust.1 2) Engin nánari rök hafa þó verið birt um það efni.
Af því sem rakið hefir verið hér að framan, má sjá,
að ekki blæs byrlega fyrir þessari tilgátu. Eigi að síður
hefir þótt skylt að athuga hana nánar. Þjóðskalavörður
hefir góðfúslega léð Sigurðarregistur hingað til Kaup-
niannahafnar, svo að unnt hefir verið að bera rithandirnar
saman. En nú eykst vandinn. Því að hvar er hönd síra
Sigurðar?
Síra Sigurður er að vísu að nokkuru leyti frumkvöð-
nll Sigurðarregisturs, end.a er það við hann kennt, en þar
fyrir er ekki handvíst að hann hafi stjórnað pennanum
sjálfur. Þetta hafa menn þó haft íyrir satt. Jón Þorkelsson
segir,3) að það sé »allt frá grundvelli« ritað með hendi
síra Sigurðar, og í sama streng tekur Páll Eggert Ólason.4)
Manni verður að spyrja, hvort ekki sé líkur til að ætla,
nð sonur Hólabiskups, sem bæði var í tölu helztu presta
°g officialis, hafi litið stærra á sig en svo, að hann hafi
sjálfur setið við að skrifa upp skrár yfir allt dótið á Hól-
um. Þar hefir þó enginn hörgull verið á mönnum til þess
háttar verka. Enda sýnir það sig, að því fer svo fjarri, að
sama rithönd sé á Sígurðarregistri frá upphafi til enda, að
þar hafa verið einir sex menn að verki, fyrir utan þá,
sem bætt hafa inn smáklausum síðar.
1) Menn og menntir I, 444.
2) Sama rit IV, 2, 453, 455, 463, sbr. Jón Sigurðsson III, 410.
3) ísl. fornbréfasafn IX, 293.
4) Menn og menntir I, 64, 120 (»að mestu* með hendi síra
Sigurðar).