Skírnir - 01.01.1932, Page 160
I
154 Nokkur islenzk handrit frá 16. öld. [Skirnir
Fyrsta hönd hefir skrifað registrið á fremstu bls., bl..
lr — 5 r, 14 r — 24 v og 25 v — 28 r, það er að segja allan
kaflann frá árunum 1525—6, sem prentaður er í ísl. forn-
bréfasafni IX 293—334. Engin ástæða er til að halda að
þessi uppskrift sé yngri en ártölin segja, og getur þá síra
Sigurður ekki hafa gert hana fyrir aldurs sakir. Nokkur
skýr auðkenni þessarar handar eru þau sem hér segir:
Hún notar tvenns konar a, stundum þá gerð, sem nú er
tíðkuð i skrifletri (með einu opi), stundum þá, sem nú er
höfð í prentletri (með tveimur opum). Hún notar tvenns
konar r, annað sömu gerðar og það sem nú er notað í
prenti en með grönnu lóðréttu aukastriki aftan við legginn,
hitt svipað því sem menn draga nú til tölustafsins 2. Orðið
og er venjulega táknað með merki, sem líkist z með
þverstriki.
Önnur hönd hefir skrifað bl. 5 v —13 r og lendir henn-
ar hluti þannig innan í kafla fyrstu handar. ‘) Svo er mál
með vexti, að bl. 5 v hefir upphaflega staðið autt. Þar
hefir önnur hönd bætt inn því bréfi, sem prentað er í ísl.
fornbréfasafni IX nr. 279. Síðan hefir verið skeytt inn í
kverið 8 nýjum blöðum (6—13), sem innihalda skrá um
eignir Hólastóls eftir aftöku Jóns Arasonar (nú prentuð í
ísl. fornbréfasafni XI 848—878). Útgefandi segir þar, að
öll þessi skrá sé »með eíginhendi síra Sigurðar á Grenjaðar-
stað« og Páll Eggert Ólason birtir nokkurar linur þessarar
handar til sýnis um skriftarlag síra Sigurðar.1 2) Önnur hönd
hefir eins og fyrsta hönd tvenns konar r og svipað merki
fyrir og. Aftur notar hún einvörðungu a með tveimur op-
um eins og nú tíðkast í prentletri. Drættirnir eru ókyrrari
en í köflum fyrstu handar, meira um óþörf smástrik og
stafirnir afturhallari, og við nánari samanburð kemur fram
þvílikur munur i margvíslegum greinum, að óhugsandi er
að sami maður hafi skrifað hvorttveggja, jafnvel þó að-
gert sé ráð fyrir margra ára millibili.
1) Sbr. ísl fornbréfasafn IX, 305 nm.
2) Menn og mennfir IV, 3.