Skírnir - 01.01.1932, Page 161
Skírnir] Nokkur íslenzk handrit frá 16. öld. 155
Þriðja hönd hefir bætt aftan við kafla annarar handar
(bl. 13 r — v) hinum »endurbætta reikningskap«, sem prent-
aður er í ísl. fornbréfasafni XI 878—880 (frá henni stafa
l'ka orðin og þui — ma s. st. bls. 8762-3). Yfir að líta
skilur þessi hönd sig greinilega frá annari hendi, feitari og
rólegri drættir, nálega engin óþörf strik og öðruvísi dreg-
•ð til hvers stafs að heita má. Útgefandi fornbréfasaínsins
klur einnig þenna kafla með hendi síra Sigurðar (bls. 878).
En hafi hann átt til tvær rithandir svo ólikar sem önnur
°g þriðja hönd er, þá er torséð, hvar staðar verður num-
•ö og enginn grundvöllur lengur til undir rannsókn á rit-
höndum fyrri alda. Hvert og eitt skrifað blað, sem til er
a íslenzku frá 16. öld, getur þá eins vel verið með hendi
ska Sigurðar á Grenjaðarstöðum.
Fjórða hönd hefir skrifað bl. 29—31, skrá um jarð-
eignir kirkna í Hólabiskupsdæmi haustið 1569. Þessi hönd
likist þriðju hendi og kynni að vera hin sama. Þó eru sum
afriði, sem gera það vafasamt. Þriðja hönd hefir tvenns
konar r eins og fyrsta og önnur hönd, en fjórða hönd
virðist aldrei nota það r, sem nú er haft í prentletri, nema
í böndum yfir línu, þar sem ekki varð hjá því komizt, af
Þvi að hitt r-ið var þar annarrar merkingar. Fjórða hönd
skrifar þráfaldlega o = og, en þriðja hönd ekki. Fjórða
hönd skrifar oft j með hlykk, svo að það líkist helzt 3 L
tölu, en hjá þriðju hendi kveður lítið að slíku.
Fimmta hönd hefir skrifað bl. 32 r — 40 v, skrá um
eignir Hólastóls 1569 eftir lát Ólafs biskups Hjaltasonar^
bað auðkennir þessa hönd, að stafir eru nánast framhallir,
engin óþörf strik, r aldrei, nema í böndum, með þeirri gerð,
Sem nú er tíðkuð í prentletri, og op-merkið virðist alls
ekki notað, heldur annaðhvort o eða orðið er skrifað full-
Utn stöfum.
Sjötta hönd hefir skrifað bl. 41 r — 43 r, um þær mund-
■f, er Guðbrandur biskup tók við stólnum 1571. En auk
þessara sex handa eru smákaflar innan um, sem aðrir hafa
skrifað, svo sem bl. 25 r ‘) og 43 v, auk nokkurra athuga-
1) Sbr. ísl. fornbréfasatn IX, 293 og 328 nm.