Skírnir - 01.01.1932, Síða 162
156 Nokkur islenzk handrit frá 16. öld. [Skirnir
semda á við og dreif, sem taldar eru með hendi Guðbrands
biskups.
Það er af þessu auðsætt, að á Sigurðarregistri er, eins
og líka var við að búast, handaverk ýmissa manna, og má
finna sumar hendurnar aftur í bréfagerðum Hólastóls frá
þessum tímum. Margt af þeim, sem áður var í Árnasafni,
hefir nú verið afhent Þjóðskjalasafninu í Reykjavík, en farið
hefir verið yfir bréf, sem eftir eru í Kaupmannahöfn, með
þetta fyrir augum.
Fyrsta hönd Sigurðarregisturs er með vissu á bréfinu
XLVII 20‘) og að öllum líkindum einnig á XLVII 11 og
LXXIII 26.1 2) Öll þessi bréf eru skrifuð á Hólum á árunum
1528 og 1529, og styrkir þetta þá ætlun, að hér sé ekki
um hönd síra Sigurðar að ræða.
Þriðja hönd Sigurðarregisturs er bersýnilega á bréfinu
LV 8, þar sem Þorsteinn prestur Hallsson Hólastaðar ráðs-
maður, Jón prestur Björnsson og Jón Sæmundsson votta á
Hólum 1561, að Ólafur biskup hafi selt tvær jarðir dóm-
kirkjunnar.
Fjórða hönd Sigurðarregisturs hefir ekki fundizt í bréf-
um. En lögbókin AM 1004, 4to, virðist með þessari hendi
framan til, og getur hún þá varla verið svo ung sem Ká-
lund telur (frá 17. öld).
Fimmta hönd Sigurðarregisturs er á bréfinu LVI 24,
sem síra Sigurður Jónsson, þá »útvalinn tilsjónarmann reli-
gionis vegna í Hólabiskupsdæmi«, gefur út á Hólum 1569.
Af því sem rakið hefir verið nú um sinn má sjá, að
spurningin um hönd síra Sigurðar veit öðruvísi við en
hingað til hefir verið talið. Hann getur í mesta lagi hafa
skrifað part úr Sigurðarregistri. En drjúgar líkur má leiða
því til stuðnings, að hann eigi ekki einu sinni svo mikinn
þátt í því.
Árni Magnússon hefir talið sig þekkja hönd síra Sig'
urðar. í athugasemd, sem Erlendur Ólafsson hefir skrifað
1) ísl. fornbréfasafn IX, nr. 408.
2) Sama rit IX, nr. 370 og 376.