Skírnir - 01.01.1932, Síða 163
Skirnir] Nokkur islenzk handrit frá 16. öld. 157'
eítir honum um bréf, sem nú er glatað, tekur Árni fram,.
ah það bréf sé með eiginhendi síra Sigurðar, og bætir því
v>ð, að sama hönd sé víða í slitri af bréfabók hans, sem
W sé.') Af þessu er auðséð, að Árni hefir athugað þetta
mál sérstaklega og haft um það gögn (bréfabók), sem síð-
an eru horfin.
Nú eru varðveitt meðal skjala Árnasafns tvö bréf, þar
sem Árni segir berum orðum á viðfestum miða, að á þeim
Se hönd síra Sigurðar á Grenjaðarstöðum. Bæði bréfin eru
skrifuð á heimili síra Sigurðar, annað (LVI 4) árið 1566,.
hitt (LVI 32) fjórum árum síðar. Ef athuguð eru önnur
hréf frá Grenjaðarstöðum á þessum tímum, kemur í ljós,.
ah sama hönd er að minnsta kosti á tveimur þeirra, LIII 2
ira 15531 2) og LIII 1 frá 1566. Merkilega líkt er einnig
h^I 19 frá 1569. Meðal auðkenna þessarar handar má
nefna, að prentleturs-r er aldrei notað; a er jafnan eins og
nh í skrifletri (í þessu atriði sker LVI 19 sig úr með því
ah hafa alltaf prentleturs-.a); j hefir á sér hlykk og er lítill
frninur á því og z, nema hvað oft er settur yfir það punkt-
Ur: u stendur ósjaldan fyrir v í upphafi orðs; fyrir orðið
°9 er jafnan haft merki.
Að svo stöddu verðum vér að eiga undir trúnaði Árna
^agnússonar, að þetta sé hönd síra Sigurðar sjálfs. En
bæði er varúð hans og glöggskyggni í slíkum efnum al-
hunn, enda styrkir það skoðun hans, að einmitt í Sígurðar-
registri bregður sömu hendi fyrir. Á bl. 12 r stendur þar
neðst þessi athugasemd um reikning þann sem skrifaður
er ofar á blaðsíðunni: »þesse reikníngs skapur sem hier
tyrer ofann skrifadur stendur er nu halldin rangur þui
niargar jarder af þessum hafa verid aptur teknar og aptur
blagadar og sumar lausar latnar fyrer forsuars leyse«.3)
* þessari grein koma fram nákvæmlega sömu einkenni í
stafagerð sem í bréfunum, og má þá ætla, meðan önnur
1) ísl. fornbréfasafn XII, 691.
2) Sama rit XII, nr. 273—4.
3) Sama rit XI, 875—6.