Skírnir - 01.01.1932, Page 164
158
Nokkur islenzk handrit frá 16. öld.
[Skírnir
gögn koma ekki fram, að þessi 30 orð sé allt og sumt,
sem síra Sigurður á Grenjaðarstöðum hefir skrifað af
Sigurðarregistri.
Það er nú alveg augljóst, að svo framarlega sem
hönd síra Sigurðar er á þeim bréfum, sem Árni Magnús-
son tilnefnir, þá á hann engan staf i handritunum 510,
604 og 713. Og þó að það sannist, að skoðun Árna sé
röng og að síra Sigurður eigi einhverja höndina á Sig-
urðarregistri, er jafnvíst, að hann á engan staf í þessum
handritum, því að hvar sem borið er saman, kemur í ljós
margvíslegur mismunur en engin líking, önnur en sú sem
er sameiginleg tugum rithanda frá 16. öld.
Enn er eftir að taka eitt handrít til athugunar, svo að
nokkurn veginn sé hreinsað til um síra Sigurð. í konung-
lega bókasafninu í Kaupmannahöfn er til skinnbók frá 16.
öld, Gl. kgl. sml. 1318, 4to, sem geymir Síraksbók og orðs-
kviði Salómons í íslenzkri þýðingu, vafalaust eftir Gizur
biskup. Um þetta handrit fullyrðir Páll Eggert Ólason, ‘)
að það sé »með greinilegri hendi síra Sigurðar Jónssonar
á Grenjaðarstöðum og eftir handbragðinu skrífað nálægt
1560«.
Smágrein í þessu handriti sýnir, að það hefir verið í
eign síra Sigurðar. En svo framarlega sem vísbendingar
Árna Magnússonar um hönd hans er að marka, er þó víst,
að hann hefir ekki skrifað það, hvorki nálægt 1560 né
endranær. Aftur verður því ekki neitað, að í sumum atrið-
um svipar því dálítið til þriðju eða öllu fremur fjórðu
handar í Sigurðarregistri. í öðrum greinum er þó skýr
munur, einkum sá, að langt s er ekki dregið niður úr
línunni og k öðruvísi myndað. Það virðist þá mjög hæpið,
en hins vegar ekki fráleitt, að sami maður hafi skrifað
hvorttveggja. En þó að svo væri, er eftir að vita, hvort
sá maður er sira Sigurður.
Við síra Sigurð hefir verið mikið haft á síðari árum.
Hann hefir verið hafður fyrir einn mikilvirkasta skrifara
1) Menn og menntir II, 558.