Skírnir - 01.01.1932, Blaðsíða 166
160 Nokkur islenzk handrit frá 16. öld. [Skírnir
svo að engu skeikar, og líka má nefna það, sem þó skiftir
síður máli, að hin óvenjulega orðmynd ílífu (= eilífu) keni'
ur fyrir bæði í klausunni og meginmálinu (á 42. bls. í hdr.
neðst). Það skal tekið fram, að eftirmyndin í Mönnum og
menntum gæti vakið efasemdir um þessa niðurstöðu, en
þar er þess að gæta, að allt sem þar sést fyrir utan klaus-
una er á latínu, og stafagerð skrifarans er allt önnur þegar
hann skrifar latínu en íslenzku.
Guðmundur Þorláksson nrun hafa bent á það fyrstur
manna, að sama hönd er á 431 sem á 510. Síðar, eftir að
komið hafði í ljós að 510 var með sömu hendi og 604 og
713, hélt Finnur Jónsson því fram, að 431 væri skrifað af
sama manni og öll þessi handrit.') Páll Eggert Ólason
segir, að höndin á 431 sé mjög lík hendinni á 510, 604
og 713 og sjálfsagt úr sama skóla, en ekki alveg örugg-
lega hin sama.1 2)
Höfundur þessarar ritgerðar hefir borið 431 saman við
hin handritin og verður eindregið að fallast á þá skoðun,
að höndin sé hin sama. Líkingin er ekki jafnaugljós hvar
sem upp er flett, enda sennilegast, að þessi handrit sé
skrifuð á margra ára bili. En sá sem velur til samanburð-
arins t. d. g-heftið í 604, mun sjá á einu andartaki, að hafi
ekki verið til á 16. öld tveir menn á íslandi, sem höfðu
nákvæmlega sömu stafagerð og gengu nákvæmlega eins
frá skrift sinni í öllum greinum, þá er ekkert viðlit að
neita því, að sami maður hafi skrifað þetta hvorttveggja.
Og líkt verður uppi á teningnum, ef borið er saman við
sumar blaðsíður í 510 eða 713.
Eitt auðkenni þessara handrita allra saman er listhneigð
skrifarans. Upphafsstafir hans eru oft skreyttir og rósaverk
sett utan um síðustu orð á sumum blaðsíðum eða orð,.
sem gleymzt hafa og vísað er inn. Þess utan teiknar hann
ósjaldan neðanmáls rósir og myndir, oft dreka eða kynja-
dýr, stundum mannshöfuð, mannshendur o. fl. Þessara
1) Jón Arasons religiese digte 1918, bls. 16.
2) Menn og menntir I, 444—5.