Skírnir - 01.01.1932, Page 168
162
Nokkur íslenzk handrit frá 16. öld.
[Skírnir
Annaðhvort heitir skrifarinn Tómas og er líklega Ara-
son eða hann heitir Jón Arason. Ef hann heitir Tómas,
eiga orðin í 431 »lengi hefir þú skrifað þessa sögu Jón
strákur Arason o. s. frv.« ekki við sjálft handritið 431,
heldur við annað handrit, t. d. það sem Tómas hefir skrif-
að söguna eftir. Orðið »strákur« er eins og jafnan á þeirri
öld almennt niðrunarorð og felur ekki í sér að Jón sé ungl-
ingur. Ef skrifarinn heitir Jón Arason, er hann að lasta
sjálfan sig aftan við 431, og athugasemdir hans um Tóm-
as og skrift hans eiga við einhver önnur handrit en vér
þekkjum nú. »Jón frændi« er þá annar maður en Jón Ara-
son. En hvernig sem þessu víkur við, þá virðast þeir Tóm-
as og Jón hvor öðrum nákomnir.
Sú tilgáta Guðmundar Þorlákssonar, sem áður er vitn-
að til, að Jón Arason sé sami maður og biskupinn með
því nafni, virðist alveg verða að falla. Eins og að framan
getur, er óhugsandi að 713 sé skrifað fyrr en haustið 1539
í allra fyrsta lagi. Þá voru 17 ár síðan Jón Arason var
kjörinn biskup, og síðan hann tók prestsvígslu 15 árum
betur. Engar likur eru til, að 431 sé svo miklu eldra hand-
rit en 713, að það geti verið skrifað meðan öðrum mönn-
um var trúandi til að gera sér svo dælt við hann að kalla
hann Jón strák Arason. Og villurnar í kvæðum Jóns bisk-
ups í 713 sýna, að hann hefir ekki skrifað það handrit
sjálfur, og þá heldur ekki 431, enda rnyndi fullkominn mis-
skilningur að ætla, að umsvifamikill biskup í kaþóiskum
sið hafi talið sitt verk að skrifa upp kvæðabækur. Til þess
hafði hann nóga aðra.
Smiðshöggið væri rekið á þessa rannsókn, ef unnt væri
að finna þá frændur, Tómas og Jón Arason. En þar brest-
ur örugg gögn. Skrifarar handrita voru ekki ávallt i flokki
þeirra manna, sem fóru með mestan hávaða eða helzt var
sagt frá í ritum.
Síra Jón Egilsson segir frá þvi i Biskupaannálum sín-
um, sem samdir eru laust eftir 1600, að Jón Þorláksson,
»hinn bezti skrifari á Vestfjörðum«, ætti nokkur börn með
Solveigu Björnsdóttur, áður en hún giftist. Eitt þeirra tel-