Skírnir - 01.01.1932, Síða 169
Skirnir] Nokknr íslenzk handrit frá 16. öld. 163
ur hann síra Ara. Hann »átti tvo syni, og hétu Jónar báð-
ir, vel hagir menn, og hafa lifað til lítillar stundar; sá
síra Ari bjó vestur í Laugardal, og hafði það fyrir bene-
ficium«.
Kona síra Jóns Egilssonar, Þórdís, var sonardóttir
Einars, sem eftir þessari ættfærslu væri bróðir síra Ara.
Síra Jóni væri því treystandi til að fara rétt með. Eigi að
síður mun þetta vera rangt hjá honum, þvi að samtima
bréf, sem nefna börn Jóns Þorlákssonar og Solveigar, telja
ekki síra Ara meðal þeirra.-) Aðrar ættartölur geta held-
ur ekki neins sonar þeirra Jóns og Solveigar með því
nafni.1 2 3)
Einn sonur þeirra Jóns og Solveigar hét Jón. Aldur
hans má marka af því að hann kvongast 1483.4) Nú er
talið svo, að Jón þessi ætti son að nafni Ara, og gæti
hann verið fæddur skömmu siðar. En sá Ari átti sonu sem
hétu Tómas og Jón.5 6) Þeir geta verið fæddir um 1510 í
fyrsta lagi. Hér eru einmitt komin þau nöfn, Tómas Ara-
son og Jón Arason, sem vér leitum að. Tómas Arason
situr í dómi útnefndum af Eggert Hannessyni 12. apríl
1548 á Mosvöllum í Önundarfirði, en daginn eftir er dóm-
urinn kveðinn upp undir Gnúpi i Dýrafirði. °) Það gæti
verið sami maður. En annars virðist allt ókunnugt um
þessa menn og vér áræðum ekki að ganga framar en rétt
að ympra á þeim möguleika að annarhvor þeirra hafi skrifað
þau handrit, sem hér hefir verið drepið á um sinn. Tvö
atriði gæti mælt á móti því. Annað er það að handritin
eru helzt til gamalleg. Hitt er það, að skrifarinn hefir auð-
sjáanlega haldið sundur hljóðunum i, ij og í, ý í máli sínu.
1) Safn til sögu ísl. I, 57.
2) ísl. fornbréfasafn VIII, 359 — 60. Það er þó einkennilegt, að
Vigdisar Jónsdóttur er heldur ekki getið í þessum bréfum.
3) Sýslumannaævir II, 491 o. áfr., Menn og menntir II, 67 o. áfr.
4) ísl. fornbréfasafn VI, 501.
5) Annálar 1400—1800 I, 150, sbr. Sýslumannaævir II, 346, 494
(þar er Ari kalllaður Árni).
6) ísl. fornbréfasafn XI, 631.
11*