Skírnir - 01.01.1932, Síða 170
164
Nokkur íslenzk liandrit frá 16. öld.
[Skírnir
Hann er uppi á þeim tímum, þegar hljóðin y, ý eru að
hverfa, og til eru rímur í 604, sem gera ráð fyrir hinum
nýja framburði, en sjálfur villist skrifarinn ekki. Síra Hall-
ur Ögmundsson, sem talinn er af Vestfjörðum, gerir ekki
fulla grein hijóðanna i kvæðum sínum. ’) En Hallur er orð-
inn prestur 1501. Það getur þá virzt ólíklegt, að aðrir
vestfirzkir menn, einum fjórum áratugum yngri en Hallur,
hafi haft fornlegri framburð en hann, þó að auðvitað geti
nýjungin hafa gengið nokkuð misjafnt yfir.
Því miður verður ferill handritanna ekki rakinn aftur
í tímann með neinni vissu.
í 604 hafa verið krotuð á 17. öld nöfnin Sigrydur
Jonsdotter (C 129) og Magnus (H 35 og 44, hvorttveggja
með sömu hendi), en fátt verður af þeim ráðið. Árni
Magnússon eignaðist handritið 1707 frá Pétri Bjarnasyni á
Staðarhóli.1 2)
í 713 er eina nafnið Jon Jon son (93 r), frá 17. öld,
en er marklausast allra nafna. Á 62. bls. er þar heilla-
óskarvísa (lijfdu j heime gomvl og god | svo gvdi og
monnvm like | eigdv þar med aagiætt fliod | og arf j himna-
rike) og krot á eftir, sem líklega er fangamark, en ekki
þekkist það nu. Árni Magnússon eignaðist þetta handrit í
tvennu lagi, en báðir partarnir voru komnir frá síra Ólafi
Gíslasyni á Hofi í Vopnafirði, og er hann fyrsti eigandi
bókarinnar, sem kunnugt er um.3)
í 510 er elzta nafn jon fusason 83 v, sem gæti verið
með hendi skrifarans. Frá 17. öld er setningin: lot ad læra
steinunn 23 v, og má ætla að hún sé skrifuð af þáverandi
eiganda bókarinnar, því að með sömu hendi virðist skrifað
bls. 33 v: þesa bok liæ eg þier litla stund frænde þui hun
er kominn af h (setningunni ekki haldið áfram). Frá 17. öld
eru einnig nöfnin einar þorleifsson 32 r og jon jon son 33 v
(önnur hönd en það nafn er skrifað með í 713). Ýmsir
1) Björn Þórólfsson í Studier tillágn. Axel Kock 241.
2) Sbr. um hann Sýslumannaævir II, 658 o. áfr.
3) Um ætt síra Olafs og Bjargar konu hans má vitna i sama
rit I, 357—8, 514, IV, 721.